Fjögur skattaskjól innan ESB

AFP

Fjög­ur ríki í Evr­ópu­sam­band­inu eru á meðal fimmtán helstu skatta­skjóla sem fyr­ir­tæki nýta sér sam­kvæmt nýrri skýrslu mann­rétt­inda­sam­tak­anna Oxfam sem beita sér gegn fá­tækt í heim­in­um. Skýrsl­an var birt í dag en rík­in eru Hol­land, Lúx­em­borg, Kýp­ur og Írland.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að rík­in stuðli að því að stór­fyr­ir­tæki geti komið sér und­an skatt­greiðslum í mikl­um mæli þrátt fyr­ir til­raun­ir Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að koma í veg fyr­ir slíkt. Bermúda er í efsta sæti list­ans. Hol­land er í þriðja sæti, Írland í sjötta sæti, Lúx­em­borg í sjö­unda sæti og Kýp­ur í tí­unda sæti.

1. Bermúda
2. Caym­an-eyj­ar
3. Hol­land
4. Sviss
5. Singa­púr
6. Írland
7. Lúx­emburg
8. Curaçao
9. Hong Kong
10. Kýp­ur
11. Bahama-eyj­ar
12. Jers­ey
13. Barbados
14. Má­ritíus
15. Bresku jóm­frúareyj­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK