Óttast bankakreppu á Ítalíu

00:00
00:00

Stærsti banki Ítal­íu, UniCred­it, ætl­ar að fækka störf­um um 14 þúsund og auka eigið fé bank­ans um millj­arða evra en ótt­ast er að yf­ir­vof­andi sé bæði banka- og stjórn­málakreppa í land­inu.

Bank­inn, sem er einn þeirra banka sem kem­ur einna verst út úr álags­próf­um evr­ópskra banka, staðfest­ir í til­kynn­ingu að reynt verði að út­vega 13 millj­arða evra frá fjár­fest­um til þess að koma rekstri bank­ans í betra horf.

UniCred­it  von­ast til þess að hægt verði að koma í veg fyr­ir að bank­inn þurfi að leita á náðir rík­is­ins.

Alls verður störf­um hjá UniCred­it fækkað um 14 þúsund fyr­ir árs­lok 2019 og er það hluti af end­ur­skipu­lagn­ingu rekstr­ar. Talið er að þetta geti sparað 1,1 millj­ón evra í starfs­manna­kostnað. Eins verður reynt að draga úr kostnaði sem nem­ur 600 millj­ón­um evra þannig að ár­leg­ur sparnaður verði 1,7 millj­arðar evra. 

Til­kynn­ing UniCred­it kem­ur á sama tíma og mik­ill skjálfti rík­ir í fjár­mála­lífi Ítal­íu vegna af­sagn­ar Matteo Renzi, for­sæt­is­ráðherra lands­ins í kjöl­far niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Ekki er staðan betri hjá elsta banka heims, Monte dei Paschi di Siena (BMPS), sem leit­ar nú eft­ir stuðningi einka­geir­ans svo hægt verði að bjarga bank­an­um frá falli.

Unicredit.
Unicred­it. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK