Hafa lækkað verðið um 8-10% á árinu

Loftur segist alveg vera harður á því að bílageirinn hafi …
Loftur segist alveg vera harður á því að bílageirinn hafi brugðist við styrkingu krónunnar þegar það kemur að sölu nýrra bíla. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Á þessu ári erum við búnir að lækka flesta bílana okkar tvisvar sinnum og suma allt að fjórum sinnum. Það er okkar mat að við höfum fylgt þessum gengisbreytingum eftir mjög samviskusamlega. Algengustu gerðirnar okkar hafa lækkað um 8-10% að meðaltali á árinu,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L, í samtali við mbl.is aðspurður um orð Marinó Björnssonar, bílasala hjá MB-bílum, í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að styrking krónunnar skili sér ekki í verði nýrra bíla.

Loftur segir það ekki sína upplifun. Segir hann að inn á milli geti verið stöku bílar sem ná ekki þessari 8-10% lækkun og segir Loftur að fyrir því geti verðið eðlilegar ástæður, t.a.m. geti búnaður bíla hafa breyst á árinu svo eitthvað sé nefnt.

Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L.
Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L. mbl.is/Árni Sæberg

Styrkingin var mest eftir júlí

„Það þarf að taka inn í myndina að styrking krónunnar á sér mest stað eftir júlí á þessu ári. Við teljum okkur hafa fylgt þessar styrkingu mjög vel eftir en lagerinn okkar er núna allt að 3-4 mánaða gamall. Það þýðir að þar eru bílar sem búið var að borga fyrir einhvern tímann í sumar þegar gengið var hærra. Síðan fáum við hækkanir frá framleiðendum sem eru mismunandi eftir merkjum,“ segir Loftur og bendir á að það sé ekkert óeðlilegt að árshækkun frá framleiðanda á bíl, ef það kemur nýtt módel eða einhver breyting, sé á bilinu 2-3%.

Loftur segir að stjórnendur B&L fylgist náið með hreyfingum á gengi og lækka verð ef aðstæður verða þannig áfram en jafnframt hækka ef gengið veikist að nýju. Hann segir sveiflur af þessu tagi eitt það versta sem bílageirinn glími við þar sem þær rugli markaðinn í heild og gera neytendum erfiðara um vik að fylgjast með réttu verðlagi.

Kannast ekki við offramboð á bílum

Loftur segir jafnframt samkeppnina í bílageiranum mjög harða. „Sumir okkar kollegar hafa freistast til þess að lækka ekki verðið en bjóða frekar upp á innbyggða afslætti. Svo sannarlega nýtur fólk góðs af því en það má alltaf deila um hvort sú aðferð sé rétt,“ segir Loftur. „En við teljum okkur hafa gengið á undan með góðu fordæmi og alltaf lækkað verðin þegar við höfum svigrúm til.“

Í grein Morgunblaðsins er einnig talað um offramboð á bílum og að notaðir bílaleigubílar fylli markaðinn. Loftur segist ekki tengja við það. „Hjá okkur er bara búin að vera eðlileg þróun á því. Það er alltaf þannig að einhverjar gerðir safnast upp um tíma en þá tökum við á því, m.a. með afsláttum.“

Hann segist alveg vera harður á því að bílageirinn hafi brugðist við styrkingu krónunnar þegar það kemur að sölu nýrra bíla. Hann bendir á að gríðarleg aukning hafi verið á sölunni á þessu ári en bendir á að bílaleigubílarnir skekki alltaf myndina. „Samt er sala nýrra bíla á þessu ári til einstaklinga og fyrirtækja að ná svipuðum tölum og árið 2003,“ segir Loftur.

Gríðarleg aukning hefur verið á sölu nýrra bíla á árinu …
Gríðarleg aukning hefur verið á sölu nýrra bíla á árinu að sögn Lofts.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK