Svart hagkerfi í Reykjavík

Ætla má að rösklega 20 milljarðar króna fari um svarta hagkerfið vegna gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Kristófer Oliversson, forstjóri Center Hotels. Hann rekur sex hótel í miðbænum í harðri samkeppni við óskráðan rekstur sem geri stöðuna ójafna.

Viðmið Kristófers er að um 6.000 herbergi séu í þeim 3.000 íbúðum í miðborginni sem eru leigðar út. Með áætlaðri nýtingu skili það 1,5 milljónum gistinátta sem ættu að gefa 21,5 milljarða króna í heildartekjur. Starfsemi þessari ættu að fylgja eðlilegar greiðslur svo sem virðisaukaskattur, tekjuskattur, tryggingagjald, fastaeignaskattar og fleira slíkt. Þessir peningar skili sér ekki í sameiginlega sjóði nema að hluta.

„Þetta er orðið umfangsmikið neðanjarðarhagkerfi sem mokar inn peningum,“ segir Kristófer sem hefur áætlað þessar tölur með aðstoð endurskoðanda. Hann vill að tekið verði á þessum vanda og tökum náð á óskráðri starfsemi. Stórhækkun gistináttagjalds til að fjármagna uppbyggingu grunnþjónustu í landinu vegna fjölgunar ferðmanna sé vafasöm hugmynd.

Eitt af hótelum Center Hotels í Reykjavík.
Eitt af hótelum Center Hotels í Reykjavík.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK