Grímur Sæmundsen hlaut viðskiptaverðlaunin í ár

Grímur Sæmundsen.
Grímur Sæmundsen. mbl.is/Golli

Grím­ur Sæ­mundsen er hand­hafi viðskipta­verðlauna Viðskipta­blaðsins í ár. Þetta kem­ur fram í blaðinu í dag.

Grím­ur stofnaði Bláa lónið, ásamt öðrum, árið 1992 en á síðustu árum hef­ur orðið spreng­ing í fjölda þeirra sem heim­sækja lónið og sömu­leiðis í af­komu fé­lags­ins. Millj­arða króna upp­bygg­ing er fjár­mögnuð að öllu leyti með sjóðsstreymi Bláa lóns­ins, sam­kvæmt um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins í dag.

Bláa lónið hagnaðist 15,8 millj­ón­ir evra, eða um 2,3 millj­arða króna, á ár­inu 2015, sam­an­borið við 11,6 millj­óna evra, eða 1,8 millj­arða króna, hagnað árið á und­an. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins námu 54,3 millj­ón­um evra, tæp­um 7,6 millj­örðum króna, en voru 39,9 millj­ón­ir evra, eða rúm­ir 6,2 millj­arðar króna, árið 2014. EBITDA af rekstr­in­um reynd­ist 21,3 millj­ón­ir evra, eða 3,1 millj­arður króna, og jókst um hálf­an millj­arð króna milli ára.

Á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins, sem hald­inn var í lok maí 2016, var samþykkt að greiða hlut­höf­um 10 millj­ón­ir evra, eða 1,4 millj­arð króna, í arð vegna síðasta rekstr­ar­árs.

„Vöxt­ur Bláa lóns­ins und­an­far­in ár hef­ur verið í takt við þróun ferðaþjón­ust­unn­ar, sem nú afl­ar þjóðinni meiri gjald­eyristekna en nokk­ur önn­ur at­vinnu­grein,“ seg­ir Grím­ur Sæ­mundsen for­stjóri í til­kynn­ingu um af­kom­una, sem send var til fjöl­miðla í maí. „Nýtt met var sett í fjölda heim­sókna í Bláa lónið árið 2015 en þær voru 919 þúsund tals­ins.“ Árið 2014 voru heim­sókn­irn­ar hins veg­ar 766 þúsund.

Eign­ir námu um síðustu ára­mót 10,6 millj­örðum króna en skuld­ir rétt rúm­um fimm millj­örðum. Eig­in­fjár­hlut­fall fyr­ir­tæk­is­ins stóð í 52% við síðustu ára­mót, en það var 36% ári fyrr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK