Áfengi, bensín og tóbak hækka

Bensín- og olígjald er á meðal þeirra gjalda sem hækka …
Bensín- og olígjald er á meðal þeirra gjalda sem hækka um áramótin. mbl.is/Ófeigur

Seinni áfang­inn í skatt­breyt­ing­um sem snert­ir bæði heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins tek­ur gildi í árs­byrj­un 2017. Í janú­ar fækk­ar skattþrep­um úr þrem­ur í tvö. Þá lækk­ar neðsta skattþrepið úr 22,68% í 22,50%, miðþrepið sem var 23,90% fell­ur út og efsta þrepið verður óbreytt 31,8%. Jafn­framt lækka þrepa­mörk­in milli neðra og efra þreps úr 836.990 kr. í 834.707 kr. Þetta kem­ur fram vef fjár­mála- og efn­hags­ráðueyt­is­ins.

Barna­bæt­ur hækka um 3%

Fjár­hæðir barna­bóta hækka um 3% milli ár­anna 2016 og 2017 en fjár­hæðir vaxta­bóta hald­ast óbreytt­ar. Tekju­skerðing­ar­mörk­in á barna­bót­um munu hækka úr 200 þúsund krón­ur á mánuði í 225 þúsund krón­ur hjá ein­stæðum for­eldr­um og úr 400 þúsund krón­um á mánuði í 450 þúsund krón­ur hjá hjón­um og sam­býl­is­fólki.

Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn verður heim­ilt frá og með 1. júlí árið 2017 að taka út og nýta skatt­frjálst iðgjald vegna sér­eign­ar­sparnaðar í allt að tíu ár til kaupa á fyrstu íbúð. Jafn­framt verður nú­gild­andi sér­eign­ar­sparnaðarleið fram­lengd um tvö ár.

Um ára­mót­in verða toll­ar af­numd­ir af öll­um vör­um öðrum en land­búnaðar­vör­um og til­tekn­um unn­um mat­vör­um. Af þeim vör­um má nefna til dæm­is bygg­inga­vör­ur, dýra­vör­ur, hús­gögn, raf­magns­tæki, bíla­vara­hluti, íþrótta­vör­ur og leik­föng. 

Niður­fell­ing­ar virðis­auka­skatts við inn­flutn­ing og sölu á raf­bíl­um verður áfram í gildi árið 2017. 

Áfengi, tób­ak, bens­ín og olía hækka 

Krónu­tölu­gjöld hækka al­mennt um 4,7% um ára­mót­in sem jafn­gild­ir 2,5% hækk­un að raun­v­irði. Al­mennt gjald á bens­íni hækk­ar úr 25,60 krón­um í 26,80 krón­ur en sér­stakt gjald á bens­ín hækk­ar um tæp­ar tvær krón­ur, þá hækk­ar ol­íu­gjald um tæp­ar þrjár krón­ur var 57,40 og fer í 60,10 krón­ur. Kol­efn­is­gjald hækk­ar og einnig bif­reiðagjald á bíla í báðum flokk­um, und­ir þrem­ur og hálfu tonni og yfir þrem­ur og hálfu tonni.  

Gjald á síga­rett­ur og neftób­ak hækk­ar um 63%-77% um ára­mót­in. Tób­aks­gjald á neftób­aki hækk­ar úr 15,10 krón­um í 26,75 krón­ur. Vind­ling­ar hækka um 459,80 krón­um í 481,40 krón­ur.   

Gistinátta­skatt­ur hækka 

Þann 1. sept­em­ber árið 2017 hækk­ar gistinátta­skatt­ur úr 100 krón­ur í 300 krón­ur á hverja gistinátta­ein­ingu. 

Skattafslátt­ur við hluta­bréfa­kaup

Veitt­ur er skattafslátt­ur vegna hluta­bréfa­kaupa ein­stak­linga í litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um. Bæði kaup­and­inn og fyr­ir­tækið þurfa að upp­fylla til­tek­in skil­yrði sem end­ur­spegla að íviln­un­in er ætluð sem hvati til fjár­fest­ing­ar í litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á til­tekn­um stað í vaxt­ar­ferl­inu, seg­ir enn­frem­ur á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK