Birgir selur hlut sinn í Hard Rock

Hard Rock Café var opnað í Iðuhúsinu við Lækjargötu í …
Hard Rock Café var opnað í Iðuhúsinu við Lækjargötu í október. mbl.is/RAX

Rétt fyr­ir ára­mót var gengið frá sölu Birg­is Þórs Bielt­vedt á öll­um hlut hans í Hard Rock á Íslandi, en fyr­ir­tækið rek­ur veit­ingastaðinn Hard Rock Café í Lækj­ar­götu og hef­ur gert frá því í októ­ber. Þá var staður­inn opnaður en þá voru liðin ell­efu ár frá því að dyr­um hins víðfræga Hard Rock Café-staðar í Kringl­unni var lokað fyr­ir fullt og allt. Kaup­end­ur hlut­ar­ins sem Birg­ir hef­ur selt eru Högni Sig­urðsson og aðilar hon­um tengd­ir, en Högni er ná­inn sam­starfsmaður Birg­is.

ViðskiptaMogg­inn leitaði svara hjá Birgi um hvað hefði orðið þess vald­andi að hann hverf­ur nú úr eig­enda­hópi staðar­ins, ör­fá­um vik­um eft­ir opn­un hans. Seg­ir hann að fyr­ir því sé ein­föld skýr­ing sem teng­ist mikl­um um­svif­um Dom­in­os á Norður­lönd­un­um.

„Dom­in­os í Bretlandi, sem á síðasta ári keypti um­tals­verðan hlut í Dom­in­os á Íslandi, fór þess á leit við mig að ég ein­beitti mér í meiri mæli að upp­bygg­ingu keðjunn­ar á Norður­lönd­un­um og mögu­lega Eystra­salts­ríkj­un­um sem nú stend­ur yfir. Ég ákvað að verða við því enda verk­efnið stórt og mik­ill tími sem ég þarf að verja í það. Við opnuðum fyrsta Dom­in­os-staðinn í Svíþjóð í des­em­ber með góðum ár­angri og nú í janú­ar og fe­brú­ar opn­um við tvo til viðbót­ar.“

Birg­ir seg­ir að trúnaður ríki um kaup­verðið en að hann gangi sátt­ur frá borði.

„Hard Rock í Banda­ríkj­un­um er mjög ánægt með að Högni skuli taka við kefl­inu og ég fer sátt­ur frá borði þótt það hefði sann­ar­lega verið gam­an að fylgja þessu verk­efni eft­ir áfram. Viðtök­urn­ar hafa verið gríðarlega góðar og ég hef trú á því að Högni muni halda því áfram.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK