Opnun Costco tefst um tvo mánuði

Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni. Stefnt …
Hér má sjá vænt­an­legt út­lit versl­un­ar Costco í Kaup­túni. Stefnt er að opnun í maí. Teikn­ing/​KRADS & THG arki­tekt­ar

Opnun Costco á Íslandi hefur tafist en nú er stefnt að því að verslunin verði opnuð seinni hluta maí. Framkvæmdir hófust við verslunina í ágúst á síðasta ári og þá var stefnt að opnun í mars. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Costco á Íslandi, segir um eðlilegar tafir að ræða.

„Þetta er stór framkvæmd og miklar breytingar á húsnæðinu,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is. Hann segir að m.a. sé verið að stækka húsið og bæta aðgengi vörubíla á svæðinu ásamt því að stækka framhlið hússins fyrir viðskiptavini.

Byrjað að ráða millistjórnendur

Spurður um ráðningar segir Guðmundur að byrjað sé að ráða millistjórnendur. „Það er búið að ráða breskan verslunarstjóra sem mun stýra og þjálfa starfsfólkið. Það er líka byrjað að ráða íslenska millistjórnendur sem stýra ráðningaferlinu á öðru starfsfólki. Mér skilst að það ferli byrji fljótlega.“

Eins og fram hefur komið á mbl.is verður verslunin í Kauptúni um 14 þúsund fermetrar og stendur við hlið Bónuss. Bú­ist er við að 160 starfs­menn verði ráðnir í byrj­un en þeir verða að lík­um 250 eft­ir þrjú ár.

Framkvæmdirnar áttu fyrst að hefjast í byrjun júní og opna átti versl­un­ina í nóv­em­ber. Það frestaðist hins veg­ar og hófust framkvæmdirnar eins og fyrr segir í ágúst. Nú er stefnt að opnun seinni hluta maímánaðar eins og fyrr segir.

Framkvæmdir við Costco hófust í ágúst.
Framkvæmdir við Costco hófust í ágúst. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka