Loka Hagkaup á 2. hæð Kringlunnar í febrúar

Hagkaup víkur fyrir H&M á 2. hæð Kringlunnar.
Hagkaup víkur fyrir H&M á 2. hæð Kringlunnar.

Verslun Hagkaupa á 2. hæð Kringlunnar verður lokað í næsta mánuði og hefjast þá fljótlega framkvæmdir í tengslum við verslun H&M sem stendur til að opna í rýminu í haust.

Í samtali við mbl.is segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Haga að versluninni  verði lokað í enda febrúarmánaðar og að endurnýjuð Hagkaupsverslun á fyrstu hæðinni endanlega opnuð í haust.

Eins og fram kom á mbl.is í síðasta mánuði fara 2.600 fermetrar á 2. hæð Kringlunnar undir nýju H&M verslunina sem ráðgert er að opni eins og fyrr segir á haustmánuðum. Í samtali við mbl.is segir Guðjón Auðunsson,forstjóri Reita, að framkvæmdir við nýju verslunina hefjist í vor og verði lokið í haust. „Þetta eru náttúrulega þó nokkrar framkvæmdir sem þurfa að eiga sér stað,“ segir Guðjón.

Fyrri frétt mbl.is: H&M kemur í staðinn fyrir Hagkaup

Í síðasta mánuði var jafnframt greint frá því að samningar væru á lokastigi við alþjóðlegt fatamerki um að reka um 1.000 fermetra verslun við hlið H&M í Kringlunni. Guðjón segir ekki hægt að greina hvaða merki sé um að ræða þar sem ekki er búið að skrifa undir. Aðspurður hvort að um sé að ræða einhverja af þeim keðjum sem er í eigu H&M samsteypunnar, segir hann svo ekki vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK