Gengisstyrking afleiðing hrunsins, ekki orsök

„Hrunið 2008 kom mörgum að óvörum. Nú virðast margir vilja …
„Hrunið 2008 kom mörgum að óvörum. Nú virðast margir vilja bæta upp fyrir óforsjálni sína og ganga svo langt að spá öðru hruni sökum þess hve gengi krónunnar hefur styrkst mikið,“ segir í yfirlitinu. mbl.is/Heiðar

Ekki er hægt að bera saman gengisstyrkingu krónunnar nú og fyrir hrun þar sem orsakavaldar hennar á þessum tveimur tímabilum eru mjög ólíkir. Þetta kemur fram í Efnahagsyfirliti VR sem var birt í dag.

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mjög undanfarið eins og ítrekað hefur verið sagt frá. Í yfirlitinu er bent á að styrking krónunnar í lok árs 2016, samanborið við lok árs 2015, hafi verið meiri en styrkingin fyrir hrun en þá er gengi krónunnar er þó enn um fjórðungi veikara en það var að jafnaði á árunum 2001 til 2007.

Hrunið afleiðing margra annarra þátta

„Hrunið 2008 kom mörgum að óvörum. Nú virðast margir vilja bæta upp fyrir óforsjálni sína og ganga svo langt að spá öðru hruni sökum þess hve gengi krónunnar hefur styrkst mikið,“ segir í yfirlitinu.

„Hér er vert að staldra aðeins við. Efnahagshrunið 2008 var ekki afleiðing af of mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Hrunið á Íslandi var afleiðing margra annarra þátta, gengisstyrking krónunnar var afleiðing, ekki orsök. Þar á meðal má nefna of mikla skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Mikil skuldsetning leiddi til enn meiri þenslu sem var mætt með hækkun stýrivaxta. Stýrivextirnir höfðu lítil áhrif önnur en þau að laða til landsins fjármagn frá erlendum fjárfestum. Það fjármagn vildi síðan út þegar fjárfestar sáu í hvað stefndi. Krónan féll um 50% sem m.a. leiddi til tæplega 20% verðbólgu. Staðan í dag er önnur.“

Ferðamenn eiga lítið sameiginlegt með fjármagni

Bent er á að gengisstyrkingu krónunnar undanfarin tvö ár megi ekki rekja til gífurlegs innflæðis af fjármagni sem getur leitað út á mjög skömmum tíma heldur er hún afleiðing af miklum vexti ferðamanna og að þeir eigi lítið sameiginlegt með fjármagni.  

„Það er mjög sjaldgæft að fjöldi ferðamanna vaxi mjög hratt en dragist síðan hratt saman. Það er hins vegar vel þekkt að fjármagn flæði inn til lands og flæði svo hratt aftur út. Það er því ekki hægt að bera saman gengisstyrkingu krónunnar nú og fyrir hrun. Orsakavaldar gengisstyrkingarinnar á þessum tveimur tímabilum eru mjög ólíkir,“ segir í Efnahagsyfirliti VR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK