Jákvæðar horfur en einkunn óbreytt

Matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar.
Matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar. mbl.is/Hjörtur

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag lánshæfismat fyrir ríkissjóð Íslands og breytti í mati sínu horfum fyrir ríkissjóð úr stöðugum í jákvæðar. Langtímaeinkunnir í erlendri og innlendri mynt voru staðfestar óbreyttar í BBB+. Fyrr í dag hækkaði matsfyrirtækið Standard & Poors lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr BBB+ upp í A-. Sagt er frá matinu á vef fjármálaráðuneytisins.

Að mati Fitch hefur dregið verulega úr veikleika gagnvart ytri áföllum  með styrkingu krónunnar og uppbyggingu óskuldsetts gjaldeyrisforða Seðlabankans, en einnig hafa lækkandi skuldahlutfall hins opinbera og kröftugur hagvöxtur áhrif á breyttar horfur.

Það sem helst gæti haft áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs til hækkunar eru áframhaldandi hagvöxtur án þess að komi til efnahagslegs ójafnvægis, frekari viðnámsþróttur gegn erlendum áföllum með frjálsu fjármagnsflæði og áframhaldandi lækkun skuldahlutfalls með skynsamlegri ríkisfjármálastefnu.

Ofhitnun hagkerfisins vegna víxlverkunar launa og verðlags, verðbólguskot, mikið fjármagnsútflæði sem myndi leiða til þrýstings á gengi krónunnar og ytra ójafnvægis eða slaki í ríkisfjármálum gæti aftur á móti leitt til lækkunar lánshæfismatsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK