Aðeins 28 hafa verið skráðir

„Túristi hefur síðustu daga skoðað tugi auglýsinga á íslenskum gistikostum …
„Túristi hefur síðustu daga skoðað tugi auglýsinga á íslenskum gistikostum hjá Airbnb og hvergi fundið eign þar sem leyfisnúmer kemur fram en samkvæmt svari Airbnb við spurningu Túrista er hentugast að leigusalar setji númerin inn í lýsingu á hverri eign fyrir sig en þær upplýsingar er ávallt hægt að uppfæra,“ segir í frétt Túrista. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðeins ör­lít­ill hluti þeirra fjög­ur þúsund íbúða, her­bergja eða húsa sem eru á lista hjá Airbnb hér á landi hafa verið skráð sam­kvæmt nýj­um lög­um um heimag­ist­ingu. Sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu held­ur utan um skrán­ing­una og sam­kvæmt frétt Túrista hef­ur ein­göngu verið sótt um leyf­is­núm­er fyr­ir 28 eign­ir en lög­un­um var breytt um ára­mót­in.

„Það er vel inn­an við eitt pró­sent af þeim gi­sti­kost­um sem eru á skrá Airbnb en sam­kvæmt lög­un­um er skylt að birta skrán­ing­ar­núm­er­in þegar eign­ir eru aug­lýst­ir á net­inu og verða lagðar stjórn­valds­sekt­ir á alla þá sem það ekki gera. Þess hátt­ar sekt­ir nema frá 10 þúsund krón­um til einn­ar millj­ón­ar króna,“ seg­ir í frétt Túrista en fast­eign­ir í eigu fyr­ir­tækja í gistirekstri falla ekki und­ir þessa skrán­ingu en hluti af skrán­ing­um á bók­un­ar­síðum er lík­lega á veg­um þess hátt­ar fé­laga.

Sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu ætl­ar að halda úti könn­un­um á vefj­um eins og Airbnb og Book­ing.com til að ganga úr skugga um að þar séu skrán­ing­ar­núm­er sýni­lega.

„Túristi hef­ur síðustu daga skoðað tugi aug­lýs­inga á ís­lensk­um gi­sti­kost­um hjá Airbnb og hvergi fundið eign þar sem leyf­is­núm­er kem­ur fram en sam­kvæmt svari Airbnb við spurn­ingu Túrista er hent­ug­ast að leigu­sal­ar setji núm­er­in inn í lýs­ingu á hverri eign fyr­ir sig en þær upp­lýs­ing­ar er ávallt hægt að upp­færa,“ seg­ir í frétt Túrista.

Sam­kvæmt nýju lög­un­um má ein­stak­ling­ur leigja út í að há­marki 90 daga á ári og tekj­ur af starf­sem­inni mega ekki fara yfir 2 millj­ón­ir á tíma­bil­inu. Séu þessi skil­yrði ekki virt þá er um að ræða brot á regl­um um heimag­ist­ingu og get­ur það varðað af­skrán­ingu, synj­un nýrr­ar skrán­ing­ar árið eft­ir, viður­lög­um í formi sekt­ar og eft­ir at­vik­um til­kynn­ingu til rík­is­skatt­stjóra og sveit­ar­fé­lags um að starf­semi sem flokka megi sem at­vinnu­rekst­ur fari fram í viðkom­andi hús­næði sam­kvæmt því sem seg­ir á vef sýslu­manns.
Skrán­ing­ar­gjald fyr­ir heimag­ist­ingu er 8.560 krón­ur á ári og afla þarf starfs­leyf­is heil­brigðis­nefnd­ar áður en sótt er um skrán­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK