Dagur segir nei við bandaríska fjárfesta

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Borgarráð Reykjavíkur hafnaði því í dag að ganga til viðræðna við bandaríska fjárfesta um sölu á Hellisheiðarvirkjun. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook. Í gær var greint frá því að einkahlutafélagið MJDB hefði gert Reykja­vík­ur­borg, Akra­nes­kaupstað og Borg­ar­byggð til­boð í Hell­is­heiðar­virkj­un. 

MJDB var sagt að stærstum hluta í eigu Magnús­ar B. Jó­hann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra hjá America Renewables í Kali­forn­íu. Kom fram að þetta væri annað tilboðið sem MJDB hefði gert í virkjunina. 

Thanks, but no thanks,“ segir Dagur í færslunni á Facebook.

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK