Snakk ódýrara eftir afnám tolla

Kartöflusnakk hefur lækkað í verði eftir afnám tolla, segir formaður …
Kartöflusnakk hefur lækkað í verði eftir afnám tolla, segir formaður Félags atvinnurekenda. mbl.is/Jim Smart

„Af­nám tolls á inn­flutt kart­öflusnakk, sem tók gildi um ára­mót­in, hef­ur nú þegar stuðlað að veru­legri lækk­un á verði ým­issa snakk­teg­unda í versl­un­um. Ætla má þó að áhrif­in séu ekki kom­in að fullu fram, enda eru tals­verðar birgðir til af snakki sem flutt var inn á full­um tolli fyr­ir ára­mót.“ Þetta kem­ur fram í frétt Fé­lags at­vinnu­rek­enda sem er birt á vefsíðu fé­lags­ins. 

Snakktoll­ur­inn nam 59% á toll­verð á inn­fluttu snakki.

Dæmi eru tek­in um verðbreyt­ing­ar á völd­um teg­und­um kart­öflusnakks í nokkr­um lág­vöru­versl­un­um. Snakk­pok­inn lækk­ar í verði á bil­inu 22-43%. 

„Við fögn­um því að þetta gamla bar­áttu­mál fé­lags­ins er gengið í gegn og tolla­lækk­un­in er þegar byrjuð að skila sér til neyt­enda,“ seg­ir Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, í frétt­inni. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK