Snakk ódýrara eftir afnám tolla

Kartöflusnakk hefur lækkað í verði eftir afnám tolla, segir formaður …
Kartöflusnakk hefur lækkað í verði eftir afnám tolla, segir formaður Félags atvinnurekenda. mbl.is/Jim Smart

„Afnám tolls á innflutt kartöflusnakk, sem tók gildi um áramótin, hefur nú þegar stuðlað að verulegri lækkun á verði ýmissa snakktegunda í verslunum. Ætla má þó að áhrifin séu ekki komin að fullu fram, enda eru talsverðar birgðir til af snakki sem flutt var inn á fullum tolli fyrir áramót.“ Þetta kemur fram í frétt Félags atvinnurekenda sem er birt á vefsíðu félagsins. 

Snakktollurinn nam 59% á tollverð á innfluttu snakki.

Dæmi eru tekin um verðbreytingar á völdum tegundum kartöflusnakks í nokkrum lágvöruverslunum. Snakkpokinn lækkar í verði á bilinu 22-43%. 

„Við fögnum því að þetta gamla baráttumál félagsins er gengið í gegn og tollalækkunin er þegar byrjuð að skila sér til neytenda,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, í fréttinni. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK