Fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir meira en 90 milljarða

Hagur aðila í verktakastarfsemi hefur vænkast að undan-förnu, að undanskildum …
Hagur aðila í verktakastarfsemi hefur vænkast að undan-förnu, að undanskildum þeim verktökum sem annast jarðvinnu. mbl.is/Ómar

Alls er áformað að tíu helstu framkvæmdaaðilar hins opinbera, það er að segja ríkis og sveitarfélaga, standi fyrir útboðum vegna framkvæmda sem nema meira en 90 milljörðum króna á þessu ári. Þetta kom fram á svonefndu útboðsþingi sem haldið var á vegum Samtaka iðnaðarins í lok síðast liðinnar viku. Mun þetta vera áþekkt því sem framkvæmt var fyrir í fyrra. Af einstökum aðilum ráðgerir Landsvirkjun að framkvæma mest; fyrir rúma 20 milljarða. Einkum eru það verkefni sem tengjast Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Þá ráðgerir Vegagerðin að framkvæma fyrir 19 milljarða króna á árinu. Sem dæmi um verkefni á vegum hennar á árinu eru vegagerð í Gufudalssveit, gatnamót sunnan Hafnarfjarðar við Krýsuvíkurveg og vegagerð við Hornafjarðarfljót.

Reykjavíkurborg bætir í

Af öðrum aðilum hefur Reykjavíkurborg áform um að framkvæma fyrir 14,2 milljarða króna á árinu og er það umtalsvert meira en á fyrra ári. Samtals eru verkefni Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir 11,3 milljarða ráðgerð á árinu. Landsnet hyggst framkvæma fyrir 10 milljarða. OR veitur og Orka náttúrunnar fyrir samtals ríflega 10,1 milljarð. Þá ráðgerir Kópavogsbær framkvæmdir fyrir 2,3 milljarða og Faxaflóahafnir fyrir 2,2 milljarða.

Hagur verktaka að batna

„Það varð viðsnúningur í fyrra, þá jókst magn þeirra framkvæmda sem boðnar voru út,“ segir Árni Jóhannsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Árni segir framkvæmdir af þessu umfangi skipta máli fyrir félagsmenn í Samtökum iðnaðarins sem eru í verktakastarfsemi. „Hefðbundin jarðvinna er ekki komin af stað eftir hrunið. Það eru nær engar virkjanaframkvæmdir sem krefjast mikillar jarðvinnu, fyrir utan stækkun Búrfellsvirkjunar. Þannig að enn hefur ekki orðið aukning hjá almennum jarðvinnuverktökum.“ Árni segir mikil umsvif í almennri byggingastarfsemi í augnablikinu, ekki síst vegna hótelbygginga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK