Bjóða 95% fjármögnun við fasteignakaup

Um er að ræða tíu íbúðir við Kársnesbraut 106 í …
Um er að ræða tíu íbúðir við Kársnesbraut 106 í Kópavoginum sem eru í eigu Þak byggingarfélags. mbl.is/Golli

Þak byggingarfélag hefur hafið sölu á tíu íbúðum við Kársnesbraut 106 í Kópavogi og stendur kaupendum til boða allt að 95% fjármögnum við kaupin. Fyrirkomulag fjármögnunarinnar er með þeim hætti að seljandi íbúðanna veitir kaupendum lán sem nemur 15% af kaupverði og brúar þar með bilið frá 80% útlánaþaki flestra fjármálafyrirtækja. Af þessu leiðir að útborgun við kaupin nemur um 5% af söluverði íbúðanna.

Íbúðirnar sem um ræðir eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra er á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna. Útborgun við kaup á íbúð í lægsta verðflokknum getur því farið niður í 795 þúsund krónur.

Fyrirhuguð uppbygging á svæðinu 

Sverrir Einar Eiríksson, fulltrúi seljanda, segir íbúðirnar hugsaðar sem nýjan kost fyrir ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. „Ef þetta heppnast vel þá finnst mér mjög líklegt að það verði framhald af þessu,“ segir Sverrir Einar. Hann segir að fyrirhuguð sé mikil uppbygging á svæðinu og að til standi að gera göngubrú að Háskólanum í Reykjavík.

Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% óverðtryggða vexti. Miðað við fulla lengd lánstíma og algengt vaxtastig íbúðalána hjá viðskiptabönkunum yrði heildargreiðslubyrði vegna kaupa íbúðar í ódýrasta flokknum í kringum 91 þúsund krónur á mánuði að sögn Sverris. Á sömu forsendum yrði mánaðarleg greiðslubyrði um 140 þúsund krónur við kaup á íbúð í stærsta flokknum. „Við bjóðum upp á ágæta vexti, þetta eru sömu vextir og á bílalánum en svo getur fólk borgað hraðar niður ef það vill lækka vextina,“ segir Sverrir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka