Færri kaupa byssur með Trump í embætti

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Eins ótrúlega og það hljómar virðist sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember hafa komið niður byssuiðnaðinum í landinu. Í aðdraganda kosninganna, þegar líklegra þótti að Hillary Clinton yrði næsti forseti Bandaríkjanna, jókst byssusala í landinu gríðarlega þar sem byssueigendur óttuðust að með hana sem forseta yrðu skotvopnalögin í landin hert og erfiðara yrði að kaupa skotvopn.

Nú þegar Trump, sem er bæði hlynntur vopnaeign og var styrkur af samtökum skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum (NRA) í kosningabaráttu sinni, er kominn í Hvíta húsið hefur hægst töluvert á sölu skotvopna og skotfæra í landinu.

„Ég held að allur skotvopnaiðnaðurinn, og allt landið, hafi gert ráð fyrir því að Hillary myndi vinna,“ hefur CNN eftir Brian Skinner, framkvæmdastjóra vopnaframleiðandans Kalashnikov USA. „Ég veit að það var gríðarleg eftirspurn, allir framleiðendur voru með fjölmargar pantanir, og daginn eftir kosningarnar voru dreifingaraðilar að hætta við kaup hægri vinstri því þeir áttuðu sig á því að Trump væri á leiðinni í embætti.“

Frá því að Bandaríkjamenn gengu til kosninga í nóvember hafa hlutabréf í skotvopnafyrirtækjunum Sturm Ruger og American Outdoor Brand, sem áður hét Smith & Wesson, lækkað um rúmlega 20% í verði.

Þá fækkaði ferilsskoðunum bandarísku alríkislögreglunnar um 20% milli ára í janúar, en þær eru gerðar við flest skotvopnakaup. Þeim fækkaði líka í mánuðinum á undan, um 16%.

Síðustu ár hefur eftirspurnin eftir vopnum og skotfærum í Bandaríkjunum verið svo mikil að framleiðendur hafa átt erfitt með að anna henni. Til að mynda var metsala á skotvopnum í  Bandaríkjunum í fyrra.

Í forsetatíð Baracks Obama var eftirlit með skotvopnum rúmlega tvöfaldað. Þá gerði bandaríska alríkislögreglan rúmlega 27 milljón ferilsskoðanir árið 2016, sem sló met ársins á undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK