Reyndi að kaupa umtalsverðan hlut í Icelandair Group

Virði Icelandair Group hefur dregist verulega saman á síðustu misserum.
Virði Icelandair Group hefur dregist verulega saman á síðustu misserum. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjárfestir, sem ekki hefur fengist nafngreindur, fól Kviku nú á miðvikudaginn að safna hlutabréfum í Icelandair Group og voru viðskiptin því skilyrði bundin að takast myndi að kaupa 150 milljónir hluta í félaginu að nafnvirði, en það jafngildir 3% hlut í félaginu. Hófst Kvika handa við að afla bréfa í félaginu upp úr hádegi þann sama dag og hljóðaði tilboð fjárfestisins upp á gengið 15 krónur á hlut, en það var sama gengi og bréf félagsins stóðu í við lokun markaða á þriðjudag.

Viðskiptin gengu ekki eftir þar sem stórir hluthafar voru ekki tilbúnir til að ganga að tilboði bankans. Hefðu þau gengið eftir hefði viðkomandi fjárfestir orðið einn stærsti hluthafi Icelandair og greitt fyrir það nærri 2,3 milljarða króna.

Bréf Icelandair Group réttu nokkuð úr kútnum í umtalsverðum viðskiptum í gær og stóðu í lok dags í genginu 15,5 en það er 32,9% lægra en það var í upphafi ársins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka