Afkoman í takt við væntingar

Höskuldur H. Ólafsson.
Höskuldur H. Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Afkoma Arion banka á árinu 2016 var viðunandi og í takt við væntingar,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í tilkynningu. Fram hefur komið að hagnaður bankans minnkar um rúman helming á milli ára.

Höskuldur segir grunnstarfsemi bankans standa vel og fjárhagstöðu hans halda áfram að styrkjast.

„Arion banki er í dag alhliða fjármálafyrirtæki með sterka stöðu bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði og lánasafn bankans endurspeglar það vel. Sú trausta staða sem bankinn nýtur á þeim mörkuðum sem hann starfar á og það fjölbreytta þjónustuframboð sem bankinn býður sínum viðskiptavinum felur í sér jákvæða áhættudreifingu,“ segir Höskuldur.

„Árið 2016 einkenndist af fjárfestingum til framtíðar í þjónustu sem viðskiptavinir bankans óska eftir. Kaup bankans á tryggingafélaginu Verði eru gott dæmi um það en þau gengu í gegn á árinu. Þar með bætast skaðatryggingar við þjónustuframboð bankans.“

Gagnrýnir bankaskattinn

Bankastjórinn gagnrýnir stjórnvöld fyrir að framlengja bankaskattinn. Hann hafi átt að vera tímabundinn en sé nú hluti af langtíma ríkisfjármálaáætlun og sé skattur á fjármögnum bankanna.

„Sambærilegur skattur leggst ekki á aðrar innlendar atvinnugreinar né á erlenda banka sem eru með umsvif hér á landi og lána til íslenskra fyrirtækja. Hér er á ferðinni sértæk skattlagning sem gerir bönkum erfitt um vik í samkeppni, bæði á innlendum markaði en einnig í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki á íslenskum markaði.

Bankar keppa á innlendum markaði við lífeyrissjóði þegar kemur að veitingu íbúðalána en lífeyrissjóðir greiða hvorki tekjuskatt né fjársýslu- eða bankaskatt. Mikilvægt er að þessi skattlagning verði endurskoðuð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK