Hagnaður Arion dregst saman

Arion banki hefur sent frá sér afkomutilkynningu.
Arion banki hefur sent frá sér afkomutilkynningu. mbl.is/Júlíus

Hagnaður Arion banka dregst töluvert saman á milli ára, samkvæmt því sem fram kemur í afkomutilkynningu frá bankanum. Á árinu 2016 nam hagnaður bankans 21,7 milljörðum króna, saman borið við 49,7 milljarða króna árið 2015. Arðsemi eigin fjár var þá 10,5% á liðnu ári, en hún var 28,1% árið 2015.

Eiginfjárhlutfall bankans hefur á sama tíma aukist, en það var í árslok 27,1% en var 24,2% í árslok 2015.

„Reiknaður hagnaður af reglulegri starfsemi nam 9,7 milljörðum króna samanborið við 14,1 milljarð á árinu 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi  nam 4,7% samanborið við 8.7% á árinu 2015,“ segir í tilkynningunni.

Heildareignir bankans eru þá sagðar hafa numið 1.036 milljörðum króna samanborið við 1.011 milljarða króna í árslok 2015.

Tekið er fram að efnahagur bankans sé sterkur og að árið 2016 hafi mikil áhersla verið lögð á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK