Yfir 100.000 manns hafa skrifað undir undirskriftarlista þess efnis að það eigi að banna nýjan 5 punda seðil í Bretlandi þar sem seðillinn inniheldur dýrafitu. Seðlabanki Bretlands hefur þó gefið út að seðilinn verði ekki innkallaður og segir það ekki óviðeigandi að hafa hann í umferð.
Vegan-grænmetisætur og ákveðnir trúarhópar hafa kallað eftir því að seðilinn verði innkallaður þar sem hann inniheldur lítið magn tólgs sem er gert úr dýraafurðum.
Eins og fyrr segir hafa rúmlega 100.000 manns kallað eftir því að seðilinn verði innkallaður og sagðist bankinn taka þeim köllum alvarlega. Hinsvegar hefur hann lagt áherslu á að um „mjög lítið magn af tólg“ hafi verið notað í frumframleiðslu seðilsins.
Seðlabankinn segist hafa varið 46 milljónum punda í að prenta 5 punda seðilinn og 24 milljónum punda nú þegar í 10 punda seðla sem á að gefa út í haust.
Að sögn bankans hefði það í för með sér gríðarlegan kostnað að þurfa að prenta alla seðlana út aftur.
Við fyrrnefndan undirskriftarlista kemur fram að notkun tólgs væri „óásættanleg“ fyrir marga, m.a. vegan-grænmetisætur og Hindúa.