Forstjóri Google svaraði sjö ára stúlku

Sundar Pichai er fæddur á Indlandi. Hann er nú forstjóri …
Sundar Pichai er fæddur á Indlandi. Hann er nú forstjóri Google. AFP

Forstjóri Google hefur skrifað svarbréf til sjö ára stúlku sem sótti um vinnu hjá fyrirtækinu. Chloe Bridgewater hafði skrifað bréf sem hófst á orðunum „kæri yfirmaður Google“. Svo skrifaði hún: „Þegar ég verð stór langar mig að fá vinnu hjá Google. Mig langar líka að vinna í súkkulaðiverksmiðju og að keppa í sundi á Ólympíuleikunum.“  Sagði hún pabba sinn hafa sagt sér að ynni hún hjá Google fengi hún að sitja á baunapokum og renna sér í rennibrautum í vinnunni. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að hún vill vinna hjá tæknirisanum. „Ég hef líka gaman að tölvum. Ég á spjaldtölvu og spila tölvuleiki.“ Chloe litla sagðist standa sig vel í skólanum og leggja sig fram. Sagði hún systur sína einnig klára en að hún hefði meira gaman að dúkkuleik.

„Takk fyrir að lesa bréfið mitt. Ég hef aðeins einu sinni áður sent bréf og það var til jólasveinsins.“

Chloe hefur áhuga á að vinna hjá Google. Hún er …
Chloe hefur áhuga á að vinna hjá Google. Hún er einnig spennt fyrir að vinna í súkkulaðiverksmiðju og keppa í sundi á Ólympíuleikunum.

Sundar Pichai forstjóri Google ákvað að svara stúlkunni og vekja þar með heimsathygli á bréfi hennar. 

Faðir Chloe segir að viðbrögðin við bréfinu hafi komið öllum á óvart, ekki síst dóttur hans. „Hún er mikill frumkvöðull. Allt frá því hún var í leikskóla hefur hún fengið góðan vitnisburð og er sögð dugleg og kurteis. Við erum auðvitað mjög stolt af henni,“ segir faðir hennar, Andy.

Svar Pichai var á þessa leið:

„Ég þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt. Ég er ánægður að heyra að þú sér hrifin af tölvum og vélmennum og vona að þú haldir áfram að kynna þér tæknimál.

Ef þú heldur áfram að leggja þig fram og elta drauma þína þá getur þú gert hvað sem þig langar til, allt frá því að vinna hjá Google og keppa í sundi á Ólympíuleikunum.

Ég hlakka til að fá atvinnuumsókn frá þér þegar þú hefur lokið námi. Skilaðu kveðju til fjölskyldu þinnar.“

Pichai var ráðinn forstjóri Google árið 2015. 

Chloe hafði séð myndir af skrifstofum Google á netinu áður en hún skrifaði bréfið. Á þeim mátti sjá baunapoka (notaðir sem stólar), go kart-bíla og rennibrautir. Það varð kveikjan að starfsumsókninni en einnig áhugi hennar á tölvum og tækni.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK