Leggja til 4,7 milljarða arð

Kaupin á hlut Landsbankans í Borgun hafa þegar skilað í …
Kaupin á hlut Landsbankans í Borgun hafa þegar skilað í arð sömu upphæð og hann kostaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á aðalfundi Borgunar sem haldinn verður síðdegis á morgun mun stjórn félagsins leggja til að fundurinn samþykki að greiddur verði allt að 4,7 milljarða króna arður til hluthafa.

Heimildarmenn Morgunblaðsins herma að búið sé að kynna helstu hluthöfum tillöguna og þeir hafi ekki hreyft mótmælum. Er því gengið út frá því að tillagan verði samþykkt einum rómi. Hagnaður félagsins á síðasta ári er á áttunda milljarð króna og með arðgreiðslunni er því ekki gengið nærri félaginu.

Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Borgunar eru eigendur félagsins þrír: Íslandsbanki með 63,47% hlut, Eignarhaldsfélagið Borgun sem er nú skráð fyrir 29,38% hlut og BPS sem skráð er með 5% hlut. Íslandsbanki fær því greidda frá Borgun um þrjá milljarða, Eignarhaldsfélagið Borgun fær 1,4 milljarða og BPS 235 milljónir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka