Spara 100 milljónir með útboði

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Ómar Óskarsson

Rík­is­kaup hafa samið við Icelanda­ir og WOW air um af­slátt­ar­kjör á far­gjöld­um á alla áfangastaði þeirra auk þess sem samið var við WOW air um föst verð í ákveðinn fjölda farmiða til nokk­urra val­inna áfangastaða, s.s. London, Brus­sel, Kaup­manna­hafn­ar, Stokk­hólms, Frankfurt og Par­ís­ar.

Samn­ing­arn­ir voru gerðir í kjöl­far útboðs vegna kaupa rík­is­stofn­ana á milli­landa­flug­far­gjöld­um. 

Útboðið var aug­lýst í des­em­ber sl. en mark­mið þess var að minnka ferðakostnað stofn­ana með því gera kaup­end­um kleift að skipu­leggja flug­ferðir tím­an­lega og leita hag­kvæm­asta verðs hverju sinni, sam­kvæmt frétt á vef Rík­is­kaupa.

„Boð Icelanda­ir í af­slátt­ar­hlut­ann trygg­ir stofn­un­um 16% af­slátt af grunn­verði boðinna far­gjalda í bók­un­ar­vél­um  og hjá WOW air er um að ræða 4,7% af­slátt. Gera má ráð fyr­ir að  heild­arávinn­ing­ur á samn­ings­tíma verði ríf­lega  100 millj­ón­ir króna.

Niður­stöður fast­verðshluta samn­ings­ins sem gerður var við WOW air var 30% lægri en kostnaðaráætl­un. Meðal­verð á farmiða á valda áfangastaði er tæp­lega 16 þús. kr. með inni­föld­um skött­um og gjöld­um auk 20 kg. far­ang­urs- og 10 kg. hand­far­ang­urs­heim­ild­ar,“ seg­ir á vef Rík­is­kaupa. 

Það er margt sem mæl­ir með því að ríkið láti reyna enn frek­ar á sam­keppni á þess­um markaði með aukn­um sam­eig­in­leg­um inn­kaup­um rík­is­stofn­ana í ná­inni framtíð seg­ir enn­frem­ur á vef Rík­is­kaupa..

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK