Bjórinn skattlagður meira en vín

Carlos Cruz, forstjóri CCEP Ísland ehf., segir að ef áfengissala …
Carlos Cruz, forstjóri CCEP Ísland ehf., segir að ef áfengissala verði gefin frjáls hér á landi, þá vilji hann m.a. að lögum um auglýsingar á áfengi verði breytt hóflega, til að söluaðilar og framleiðendur geti byggt upp sín vörumerki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hver bjórlítri sem seldur er hér á landi ber 117,25 krónur í skatt, en skattar á hvern lítra af víni eru 106,8 krónur. Carlos Cruz, forstjóri Coca-Cola European Partners Ísland ehf., segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þennan skatt þurfi að samræma.

„Málið er að við flytjum inn allt vín sem við neytum, en við og aðrir framleiðendur, framleiðum sjálf 70% af öllum bjór sem drukkinn er hér á landi. Ríkið skattleggur sem sagt innlenda framleiðendur hærra en þá sem flytja inn drykki.“

Carlos segir jafnframt að pottur sé brotinn í upplýsingagjöf á markaðnum, sem torveldi ákvarðanatöku. „Til dæmis eru engar upplýsingar fáanlegar í stórum geira, sem er hótel, kaffihús og veitingahús, sem er mjög bagalegt [...]Ég er ekki vanur að vinna í umhverfi með svona takmörkuðum upplýsingum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK