Skapi 100 störf á Siglufirði

Róbert Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson mbl.is/Árni Sæberg

Gangi áætlanir líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði eftir munu allt að 100 manns starfa hjá því innan fimm ára. Róbert Guðfinnsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að mikil tækifæri felist í sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins sem eru fæðubótarefni sem hafa að geyma kítínfásykrur sem framleiddar eru úr rækjuskel.

„Ef ég verð ekki með 80 til 100 manns í vinnu á Siglufirði og 20 milljarða króna veltu eftir 4 til 5 ár mun ég líta svo á að mér hafi mistekist,“ segir Róbert í viðtali í Morgunblaðinu í dag en nú starfa 15 manns hjá fyrirtækinu í bæjarfélaginu.

Genís hefur nú þegar fjárfest 2 milljarða í rannsóknir, vöruþróun og framleiðslu og getur það nú þegar framleitt um 100 þúsund mánaðarskammta af vörunni Benecta sem það hefur haft til sölu hér á landi síðasta árið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Róbert að helstu tækifæri íslensks atvinnulífs séu að hætta að hugsa á forsendum frumframleiðslu og fara að búa til meiri verðmæti hér heima úr því sem hér er framleitt. Þá þurfi að stórauka fjárfestingu í þróun og rannsóknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK