Væru kolröng skilaboð frá stjórnvöldum

Sigurður Hannesson á fundi í Hörpu í júní 2015 þar …
Sigurður Hannesson á fundi í Hörpu í júní 2015 þar sem áform um losun hafta voru kynnt. mbl.is/Golli

Stjórn­völd myndu senda kol­röng skila­boð og það væru mik­il von­brigði ef rétt reyn­ist að hverfa eigi frá áætl­un stjórn­valda um los­un hafta og viðræður við vog­un­ar­sjóði á ný sett­ar fram­ar mark­miðinu um að losa al­menn­ing og at­vinnu­lífið við höft­in. Þetta seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Kviku og fyrr­ver­andi vara­formaður fram­kvæmda­hóps stjórn­valda, um los­un hafta hér á landi.

Í vik­unni sagði Frétta­blaðið frá því að emb­ætt­is­menn á veg­um ís­lenskra stjórn­valda hafi farið til New York síðustu helgi til að funda með banda­rísk­um vog­un­ar­sjóðum sem eiga stærst­an hluta af­l­andskrón­anna.

Vanda­málið þegar leyst

Sig­urður seg­ir að með útboði Seðlabank­ans í júní í fyrra hafi sjóðunum, sem eiga yfir hundrað millj­arða í af­l­andskrón­um, verið boðið upp á tvo kosti. Ann­ar væri að taka þátt í útboðinu eða vera með fjár­magn hér til langs tíma. Seðlabank­inn samþykkti til­boð frá ein­um sjóði, en aðrir skiluðu inn til­boðum sem þóttu ekki ásætt­an­leg. „Fjár­fest­ar völdu þarna á milli og þar með var þetta vanda­mál leyst,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við að með því að leysa þenn­an af­l­andskrónu­vanda hafi næsta skref átt að vera að losa höft­in á al­menn­ing og fyr­ir­tæki. Vog­un­ar­sjóðirn­ir sem ekki hafi verið með samþykkt til­boð hafi farið aft­ast í röðina.

Ákveða eitt en meina annað

„Það skýt­ur því skökku við ef það á að fara að hverfa frá áætl­un­inni sem hef­ur skapað trú­verðug­leika og semja sér­stak­lega við þá sem hafa ákveðið að vera hér til langs tíma en meintu svo ekki neitt með því,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að strax eft­ir útboðið hafi vog­un­ar­sjóðirn­ir farið að birta aug­lýs­ing­ar og fara í mál við stjórn­völd. Þannig hafi þeir jafn­vel skipt sér af kosn­ing­um hér á landi með þess­um aug­lýs­ing­um sem Lee Buchheit, sem var ráðinn ráð­gjafi fram­kvæmda­hóps um los­un hafta árið 2014, hafi sagt vera eins­dæmi af hálfu fjár­festa.

Seðlabankinn hélt í fyrra útboð fyrir aflandskrónueigendur. Tilboð frá aðeins …
Seðlabank­inn hélt í fyrra útboð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur. Til­boð frá aðeins ein­um vog­un­ar­sjóði voru samþykkt af Seðlabank­an­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Kol­röng skila­boð frá stjórn­völd­um

Sig­urður seg­ir að fyr­ir utan áhrif á trú­verðug­leika stjórn­valda ef hverfa eigi frá stefn­unni, þá sé verið að senda kol­röng skila­boð frá stjórn­völd­um. „Stjórn­völd setja leik­regl­ur í kring­um útboð og svo eru þeir verðlaunaðir sem hunsa leik­regl­urn­ar.“

Sig­urður tel­ur fund­inn um helg­ina hald­inn vegna þrýst­ings frá vog­un­ar­sjóðunum. Seg­ir hann þá hafa viðhaft kröft­ug­an þrýst­ing síðustu miss­eri, en þrátt fyr­ir allt hafi dóms­mál sem þeir hafi höfðað annað hvort endað með að vera vísað frá eða dæmd Íslandi í vil.

Vog­un­ar­sjóðirn­ir komn­ir aft­ast í röðina

Spurður hvort um for­sendu­brest sé að ræða ef stjórn­völd ákveða að fara aðra leið í máli þeirra sjóða sem enn eigi hér af­l­andskrón­ur en lagt var upp með í útboðinu seg­ir Sig­urður að það sé alla vega ljóst að þá séu gef­in þau skila­boð að þeir sem spili eft­ir leik­regl­um fái verri niður­stöðu en aðrir. „Vanda­málið var leyst í fyrra. Það þarf ekk­ert að gera nema losa höft­in, það er búið að ákveða for­gangs­röðina,“ seg­ir Sig­urður að lok­um og bæt­ir við að þar séu vog­un­ar­sjóðirn­ir sem um ræðir aft­ast í röðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK