Planið gekk upp

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Planið svo­kallaða, aðgerðaáætl­un­in sem Orku­veita Reykja­vík­ur hef­ur fylgt frá því snemma árs 2011, gekk upp og vel það. Það átti að skila liðlega 50 millj­örðum króna í betri sjóðstöðu en niðurstaðan varð um 60 millj­arðar. Þetta kem­ur fram í loka­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins um Planið sem lauk um ára­mót.

Árs­reikn­ing­ur OR fyr­ir árið 2016 var samþykkt­ur af stjórn í dag. Rekstr­araf­koma er svipuð og síðustu ár en hátt gengi  ís­lensku krón­unn­ar skil­ar fyr­ir­tæk­inu veru­leg­um reiknuðum hagnaði. Hagnaður­inn nam 13,4 millj­örðum króna á ár­inu. Arðsemi eig­in fjár var 12,0%.

Sam­kvæmt loka­skýrslu Plans­ins batnaði sjóðstaða OR um 60,2 millj­arða króna vegna aðgerðanna sem gripið var til. Upp­haf­legt mark­mið var 51,3 millj­arðar króna. Mest mun­ar um að innri aðgerðir fyr­ir­tæk­is­ins skiluðu 20% meiru en lagt var upp með. Ytri þætt­ir Plans­ins skiluðu 13% um­fram mark­mið. Í heild­ina feng­ust tæp 18% af ár­angri Plans­ins með gjald­skrár­breyt­ing­um.

Sparnaður í rekstri­OR á tíma­bili Plans­ins nam átta millj­örðum króna og var 60% um­fram upp­haf­leg mark­mið.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar. mbl.is/​Golli

Lægri rekstr­ar­kostnaður en 2010

Í árs­reikn­ingn­um sem samþykkt­ur var í dag kem­ur fram að rekstr­araf­koma fyr­ir­tækj­anna í sam­stæðu OR er stöðug og góð. Rekstr­ar­hagnaður EBIT nam 15 millj­örðum króna, sem er 3,7% betri af­koma af rekstri en 2015. Rekstr­ar­tekj­ur uxu um 1,1 millj­arð króna milli ár­anna 2015 og 2016 og gjöld­in um 880 millj­ón­ir. Kjara­samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir eiga tals­verðan þátt í vax­andi kostnaði en einnig hef­ur verk­efn­um fjölgað með aukn­um um­svif­um í sam­fé­lag­inu og rekst­ur notk­un­ar­mæla er aft­ur kom­inn í hús eft­ir út­vist­un.

Ef litið er til ár­anna 2010 til 2016 og miðað er við fast verðlag sést meðal ann­ars að rekstr­ar­gjöld árs­ins 2016 voru lægri að raunviði en árs­ins 2010. Þetta má rekja til þess niður­skurðar á rekstr­ar­kostnaði sem ráðist var í við upp­haf Plans­ins og aðhalds í rekstri síðan. OR og dótt­ur­fyr­ir­tæk­in munu búa að þeirri sparnaðar­menn­ingu sem byggð hef­ur upp til framtíðar. Um síðustu ára­mót skilaði sparnaður í rekstri sér beint til viðskipta­vina þegar ýmis veitu­gjöld voru lækkuð.

Geng­isáhrif á heild­arniður­stöðu árs­ins

Sam­an­lagðir fjár­magnsliðir árs­reikn­ings OR voru já­kvæðir í fyrsta skipti um ára­bil. Mest mun­ar um að hækkað gengi krón­unn­ar hef­ur þau áhrif að er­lend lán eru met­in á færri krón­ur en áður og mis­mun­ur­inn er færður fyr­ir­tæk­inu til tekna í árs­reikn­ingn­um. Geng­is­mun­ur nam 8,5 millj­örðum króna sam­kvæmt árs­reikn­ingn­um .

OR hef­ur greitt niður skuld­ir jafnt og þétt síðustu ár. Lækk­un nettóskulda frá ár­inu 2009 nem­ur tæp­um 100  millj­örðum króna. Sam­hliða hef­ur eig­in­fjár­hlut­fall nærri þre­fald­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK