„Óhrædda stúlkan“ á Wall Street

Stúlkan stendur fyrir framan Wall street nautið.
Stúlkan stendur fyrir framan Wall street nautið. Af heimasíðu SSGA

Vegfarendur í fjármálahverfi New York ráku margir hverjir upp stór augu í morgun vegna nýrrar styttu. Um er að ræða styttuna „Fearless Girl“ sem komið hefur verið fyrir fyrir framan nautið fræga á Wall Street.

Styttan er úr bronsi og sýnir litla stúlku, með hendur á mjöðmum, sem horfir á nautið. Hún var sett upp að frumkvæði eignastýringarfyrirtækisins State Street Global Advisors sem ákall eftir því að fleiri konur fái stöður innan stjórna fyrirtækja en í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

State Street tilkynnti jafnframt í dag nýjar viðmiðunarreglur sem þrýsta á 3.500 fyrirtæki sem fyrirtækið fjárfestir í að fjölga konum í stjórnum þeirra.

„Við trúum því að góð fyrirtækjastjórn sé blanda af sterkum, áhrifamiklum og sjálfstæðum leiðtogum,“ er haft eftir Ron O’Hanley, framkvæmdastjóra State Street Global Advisors, í tilkynningu.

Styttan verður fyrir framan nautið í einn mánuð en það er listakonan Kristen Visbal sem á heiðurinn af verkinu. 

Af heimasíðu SSGA
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK