Fær 1,8 milljónir á dag

George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands.
George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands. AFP

Fjárfestingafyrirtækið BlackRock hefur ráðið George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, til starfa og hljóða launagreiðslur hans upp á 650 þúsund pund á ári en það jafngildir 86 milljónum króna á núverandi gengi.

Það sem athygli vekur er að samkvæmt ráðningarsamningi sem skilað var inn til breska þingsins þarf Osborne einungis að vinna 48 daga á ári. Fær hann samkvæmt því greidd 13.500 pund á dag eða um 1,8 milljónir króna.

Osborne var ráðinn sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu og var tilkynnt um ráðninguna í janúar. Mun Osborne fyrst og fremst veita ráðgjöf um evrópsk stjórnmál, kínverskan efnahag og lífeyrisgreiðslur.

Osborne er sá nýjasti í röð breskra pólitíkusa sem ráðnir hafa verið inn til stórra banka eða fjárfestingafyrirtækja. Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra, situr í stjórn Morgan Stanley og William Hague, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðinn til Citigroup fyrr á þessu ári. Þá var Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra, í fyrra ráðinn sem ráðgjafi hjá verðbréfafyrirtækinu Pimco. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK