Öll fjármagnshöft afnumin

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, …
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynntu afnám gjaldeyrishafta. mbl.is/Golli

Öll fjár­magns­höft á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði verða af­num­in með nýj­um regl­um Seðlabanka Íslands um gjald­eyr­is­mál.  Þetta kom fram á blaðamanna­fundi for­sæt­is- og fjár­málaráðherra en þeir kynntu breyt­ing­ar á reglu­gerð varðandi af­nám gjald­eyr­is­hafta. Höft­in verða af­num­in frá og með þriðju­degi, seg­ir for­sæt­is­ráðherra, Bjarni Bene­dikts­son. Hann seg­ir ómögu­legt að segja til um stöðu krón­unn­ar, hvort gengi henn­ar muni styrkj­ast í kjöl­far breyt­ing­anna. Hvernig markaður­inn muni bregðst við sé ekki gott að segja en ljóst að stjórn­völd hafa haft áhyggj­ur af geng­isþró­un­inni að und­an­förnu. „Við telj­um að þetta sé vel tíma­sett aðgerð sem muni koma á eðli­leg­um fjár­magns­hreyf­ing­um,“ seg­ir Bjarni á blaðamanna­fund­in­um.

Rík­is­stjórn Íslands fundaði í há­deg­inu og  Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­málaráðherra, kynna síðan breyt­ing­arn­ar fyr­ir blaðamönn­um. 

Bene­dikt tek­ur und­ir áhyggj­ur for­sæt­is­ráðherra af styrk­ingu krón­unn­ar að und­an­förnu. Að sögn Bjarna er verið að vinna að því að end­ur­heimta fullt traust á ís­lensku efna­hags­lífi á nýj­an leik. 

Þetta þýðir að fjár­magns­flæði að og frá land­inu verður nú gefið frjálst og ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir geta fjár­fest er­lend­is án tak­mark­ana. 

„Þetta er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjár­fest­ing­um sín­um. Eft­ir af­nám haft­anna standa þó eft­ir varúðarregl­ur vegna vaxt­armunaviðskipta og tak­mark­an­ir á af­leiðuviðskipti með ís­lensk­ar krón­ur, sem eru þær teg­und­ir spá­kaup­mennsku sem urðu til þess að snjó­hengja af­l­andskróna myndaðist,“ seg­ir í ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sam­hliða af­námi hafta á inn­lenda aðila hef­ur stærsti hluti vanda sem stafað hef­ur af svo­kallaðri snjó­hengju af­l­andskróna verið leyst­ur með sam­komu­lagi Seðlabanka Íslands við eig­end­ur krón­anna. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynntu afnám gjaldeyrishafta.
Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­málaráðherra, kynntu af­nám gjald­eyr­is­hafta. mbl.is/​Golli

Til­kynn­ing frá fjár­málaráðuneyt­inu:

Öll fjár­magns­höft á ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóði verða af­num­in með nýj­um regl­um Seðlabanka Íslands um gjald­eyr­is­mál.

Þótt höft­in hafi verið nauðsyn­leg hef­ur hlot­ist tals­verður kostnaður af þeim, sér­stak­lega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau tölu­verð áhrif á dag­legt líf fólks. At­vinnu­lífið hef­ur einnig þurft að glíma við tak­mark­an­ir á fjár­fest­ingu í er­lendri mynt og skila­skyldu gjald­eyr­is. Einkum hef­ur það komið sér illa fyr­ir fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um viðskipt­um og sprota­fyr­ir­tæki. Þá hef­ur höft­un­um fylgt um­sýslu­kostnaður og ýmis óbeinn kostnaður.

Þrátt fyr­ir þetta hef­ur ís­lenskt efna­hags­líf tekið við sér á síðustu árum. Greitt hef­ur verið úr stór­um hluta vand­ans sem hrunið olli. Sam­hliða hef­ur verið losað um höft­in í nokkr­um skref­um. Árið 2015 var áætl­un um los­un hafta sett fram, sem meðal ann­ars fólst í aðgerðum til lausn­ar á upp­gjöri slita­búa með stöðug­leikafram­lög­um og upp­boði á krón­um sum­arið 2016. Aðgerðirn­ar nú eru næsti stóri áfang­inn í þeirri áætl­un.

Fjár­magns­flæði að og frá land­inu verður nú  gefið frjálst og ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir geta fjár­fest er­lend­is án tak­mark­ana. Þetta er ekki síst mik­il­vægt fyr­ir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjár­fest­ing­um sín­um. Eft­ir af­nám haft­anna standa þó eft­ir varúðarregl­ur vegna vaxtamun­ar­viðskipta og tak­mark­an­ir á af­leiðuviðskipti með ís­lensk­ar krón­ur, sem eru þær teg­und­ir spá­kaup­mennsku sem urðu til þess að snjó­hengja af­l­andskróna myndaðist.

Af­námið felst í því að Seðlabank­inn nýt­ir heim­ild í lög­um um gjald­eyr­is­mál til að veita und­anþágur frá þeim tak­mörk­un­um á gjald­eyrisviðskipt­um og fjár­magns­hreyf­ing­um sem nú gilda. Það ger­ir hann með út­gáfu á nýj­um regl­um um gjald­eyr­is­mál. Sam­hliða verða gerðar smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á regl­um nr. 490/​2016 um bind­ingu reiðufjár vegna nýs inn­streym­is er­lends gjald­eyr­is.

Dregið úr hættu á óstöðug­leika

Sam­hliða af­námi hafta á inn­lenda aðila hef­ur stærsti hluti vanda sem stafað hef­ur af svo­kallaðri snjó­hengju af­l­andskróna verið leyst­ur með sam­komu­lagi Seðlabanka Íslands við eig­end­ur krón­anna.

Sam­komu­lagið snýst um að Seðlabank­inn kaup­ir af­l­andskrónu­eign­ir fyr­ir er­lend­an gjald­eyri.  Viðmiðun­ar­gengi í viðskipt­un­um er 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstu­dag. Kaup Seðlabank­ans hafa í för með sér bók­halds­leg­an hagnað sem kem­ur á móti kostnaði vegna upp­bygg­ing­ar gjald­eyr­is­vara­forða.

Gjald­eyr­is­forðinn er nú í sögu­legu há­marki. Í lok fe­brú­ar nam hann um 809 millj­örðum króna og hafði þá vaxið um rúm­lega 220 millj­arða frá því í júní 2015, þegar áætl­un um los­un fjár­magns­hafta var kynnt. Þessi styrka staða hef­ur náðst þrátt fyr­ir tals­verðar end­ur­greiðslur er­lendra lána, hækk­un krón­unn­ar og gjald­eyr­isút­boð í júní 2016 og ger­ir hún Seðlabank­an­um kleift að hleypa af­l­andskrónu­eign­um út.

Af­l­andskrónu­eign­ir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabank­ans nú á eign­un­um verða um 105 ma.kr. Öllum af­l­andskrónu­eig­end­um verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabank­ann á sama gengi og sam­komu­lagið hljóðar upp á næstu tvær vik­urn­ar. Vænt­ing­ar standa því til þess að eft­ir­stæð fjár­hæð af­l­andskrónu­eigna geti lækkað enn frek­ar á næstu vik­um.

Þær af­l­andskrón­ur sem ekki verða seld­ar Seðlabank­an­um verða áfram háðar tak­mörk­un­um þangað til lög­in sem gilda um þær hafa verið end­ur­skoðuð.

Til­kynn­ing Seðlabanka Íslands:

Í dag eru birt­ar regl­ur á vef Seðlabanka Íslands um breyt­ingu á regl­um nr. 490/​2016 um bind­ingu reiðufjár vegna nýs inn­streym­is er­lends gjald­eyr­is. Regl­urn­ar verða birt­ar í Stjórn­artíðind­um á morg­un og taka gildi dag­inn eft­ir, eða hinn 14. mars 2017. Breyt­ing­arn­ar eru gerðar sam­hliða nýj­um regl­um um gjald­eyr­is­mál, sem einnig eru birt­ar á vef Seðlabanka Íslands í dag, er fela í sér los­un fjár­magns­hafta á heim­ili og fyr­ir­tæki. Með því að af­nema tak­mark­an­ir sem gilt hafa um fjár­magns­hreyf­ing­ar til og frá Íslandi og gjald­eyrisviðskipti opn­ast nýir mögu­leik­ar til vaxtamun­ar­viðskipta sem nauðsyn­legt er að bregðast við með breyt­ing­um á regl­um nr. 490/​2016. Breyt­ing­un­um er þannig ætlað að tryggja virkni regln­anna og styðja mark­mið þeirra.

Í ljósi þessa er gerð breyt­ing á bind­ing­ar­grunni reglna nr. 490/​2016 sem miðar að því að inn­stæður, sem nýtt­ar eru beint eða óbeint, til eft­ir­far­andi fjár­fest­inga, myndi bind­ing­ar­grunn bind­ing­ar­skylds aðila:

1. Í skulda­bréf­um eða víxl­um, út­gefn­um í inn­lend­um gjald­eyri, sem eru ra­f­rænt skráð sam­kvæmt lög­um um ra­f­ræna eign­ar­skrán­ingu verðbréfa.
2. Í hlut­deild­ar­skír­tein­um sjóða sem fjár­festa í skulda­bréf­um eða víxl­um, út­gefn­um í inn­lend­um gjald­eyri, sem eru ra­f­rænt skráð sam­kvæmt lög­um um eign­ar­skrán­ingu verðbréfa, eða eiga inn­stæður í inn­lend­um gjald­eyri ef sam­an­lagt hlut­fall reiðufjár og inn­lána, sem bera 3,00% ársvexti eða hærri, í eigna­sam­setn­ingu sjóða er 10% eða hærra.
3. Eða í eig­in fé fyr­ir­tæk­is sem ráðstafað er, beint eða óbeint, í fram­an­greind­um fjár­fest­ing­um.

Þess­um breyt­ing­um er ætlað að stuðla að því mark­miði regln­anna að tak­marka óæski­legt inn­flæði er­lends gjald­eyr­is sem skapað get­ur kerf­is­lega áhættu. Í sama til­gangi er jafn­framt gerð breyt­ing á bind­ing­ar­grunni vegna lán­veit­inga til inn­lendra aðila sem miðar að því að tak­marka bind­ing­ar­skyldu við lán­veit­ing­ar sem nýtt­ar eru til fjár­fest­inga í hlut­deild­ar­skír­tein­um sam­bæri­legra sjóða og tald­ir eru upp vegna annarra fjár­fest­inga sem mynd­ar bind­ing­ar­grunn.

Til viðbót­ar eru gerðar ýms­ar af­leidd­ar breyt­ing­ar sem snúa að bind­ing­ar­skyld­um aðilum, bind­ing­ar­hlut­falli og fram­kvæmd bind­ing­ar­skyldu. Aðrar breyt­ing­ar sem gerðar eru fela í sér orðalags­breyt­ing­ar.

Regl­urn­ar má finna á vef Seðlabanka Íslands. Þær taka líkt og áður seg­ir gildi á þriðju­dag­inn.

Ríkisstjórn Íslands fundar í Stjórnarráðinu en blaðamenn hafa verið boðaðir …
Rík­is­stjórn Íslands fund­ar í Stjórn­ar­ráðinu en blaðamenn hafa verið boðaðir á fund klukk­an 14. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK