Ræða afnám hafta

Ríkisstjórn Íslands fundar í Stjórnarráðinu en blaðamenn hafa verið boðaðir …
Ríkisstjórn Íslands fundar í Stjórnarráðinu en blaðamenn hafa verið boðaðir á fund klukkan 14. mbl.is/Golli

Ríkisstjórn Íslands situr nú á fundi en blaðamenn hafa verið boðaðir á fund forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar, og fjármála- og efnahagsmálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar, klukkan 14. Þar verða kynntar aðgerðir stjórnvalda við að afnema gjaldeyrishöft sem hafa verið í gildi frá því eftir hrun.

Ríkisstjórn Íslands fundar í Stjórnarráðinu en blaðamenn hafa verið boðaðir …
Ríkisstjórn Íslands fundar í Stjórnarráðinu en blaðamenn hafa verið boðaðir á fund klukkan 14. mbl.is/Golli

Af­nám hafta á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki gætu orðið á næstu vik­um eða næstu mánuðum. Þetta kom fram í svari Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­artíma á Alþingi fyrir helgi við fyr­ir­spurn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar. Sagðist Bene­dikt jafn­framt vona að til­lög­ur um aðgerðir til viðnáms í gjald­eyr­is­mál­um verði til­bún­ar í næstu eða þarnæstu viku.

Spurði út í meinta leynifundi

Sig­urður Ingi spurði ráðherr­ann út í af­nám hafta og meinta „leynifundi“ stjórn­valda við banda­ríska vog­un­ar­sjóði í síðustu viku. Vildi Sig­urður Ingi vita hvenær þess mætti vænta að höft verði af­num­in og hvort fyrr­nefnd­ir leynifund­ir væru að trufla ferlið.

„Það hef­ur nefni­lega ekki verið ljóst í orði ráðherra í síðustu viku hvort það sé ein­hug­ur í rík­is­stjórn að fylgja eft­ir áætl­un um af­nám hafta eða verðlauna þá sem rætt var við á leynifundi stjórn­valda,“ sagði hann og bætti við að stjórn­end­ur þeirra vog­un­ar­sjóða hefðu verið „erfiðast­ir og harðast­ir í and­stöðu við end­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs.“.

Þá spurði hann jafn­framt hvort þess­ar viðræður sner­ust um að bjóða þeim önn­ur og betri kjör en öðrum.

Lög um breytingar á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál tóku gildi 21. október 2016. Þau miða að losun fjármagnshafta á heimili og fyrirtæki. Þær meginbreytingar sem gerðar eru á lögunum fela í sér auknar heimildir til fjármagnshreyfinga á milli landa og gjaldeyrisviðskipta, svo og afnám tiltekinna takmarkana sem gilt hafa um fjármagnshreyfingar á milli landa og gjaldeyrisviðskipti. Hluti þeirra breytinga sem samþykktar voru taka gildi strax, en aðrar taka gildi 1. janúar 2017. Seðlabanka Íslands ber jafnframt að endurskoða fjárhæðarmörk heimilda, sem gilda um tilteknar fjármagnshreyfingar á milli landa í erlendum gjaldeyri og gjaldeyrisviðskipti, í reglum bankans fyrir 1. júlí 2017.

Breytingarnar eru liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var 8. júní 2015. Með þeim eru stigin veigamikil skref í átt að fullri losun fjármagnshafta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK