Samið við krónueigendur

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynntu afnám hafta. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hef­ur gert sam­komu­lag við eig­end­ur krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um, sbr. lög nr. 37/​2016. Í sam­komu­lag­inu felst að Seðlabank­inn kaup­ir af þeim af­l­andskrónu­eign­ir að fjár­hæð um 90 millj­arðar króna á geng­inu 137,5 krón­ur á evru.

Tæp­lega helm­ing­ur þeirra hef­ur játað til­boðinu, seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra.

Af­l­andskrónu­eig­end­um sem ekki hafa gert sam­komu­lag við bank­ann verður boðið að gera sams kon­ar samn­inga á næstu tveim­ur vik­um. Sam­komu­lagið er gert á grund­velli heim­ild­ar Seðlabank­ans til slíkra viðskipta, sam­an­ber 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lög­um nr. 36/​2001 um Seðlabanka Íslands.

Með lög­um nr. 37/​2016 var mælt fyr­ir um meðferð af­l­andskrónu­eigna og þær af­markaðar sér­stak­lega. Þessi af­mörk­un var tal­in nauðsyn­leg þar sem fram und­an voru stór skref við los­un hafta á heim­ili og fyr­ir­tæki og gjald­eyr­is­forði var ekki tal­inn næg­ur til að tryggja stöðug­leika ef full los­un fjár­magns­hafta ætti sér stað sam­tím­is.

Frá samþykkt frum­varps til laga um los­un fjár­magns­hafta í októ­ber síðastliðnum hef­ur verið dregið veru­lega úr tak­mörk­un­um sem voru á heim­ili og fyr­ir­tæki til gjald­eyrisviðskipta, án þess að það leiddi til telj­andi út­flæðis á gjald­eyri. Á sama tíma hef­ur gjald­eyr­is­forði stækkað um­tals­vert. Þessi þróun ásamt of­an­greindu sam­komu­lagi dreg­ur úr áhættu við áfram­hald­andi los­un fjár­magns­hafta.

Frá því að þríþætt áætl­un um los­un fjár­magns­hafta var kynnt í júní 2015 hef­ur gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans auk­ist úr tæp­um 600 ma.kr. í rúm­lega 800 ma.kr. í lok fe­brú­ar á þessu ári þrátt fyr­ir end­ur­greiðslur er­lendra lána, hækk­un á gengi krón­unn­ar og gjald­eyr­isút­boð í júní síðastliðnum. Stækk­un forðans ger­ir Seðlabank­an­um mögu­legt að ganga til of­an­greindra viðskipta. Eft­ir viðskipt­in verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdrag­anda los­un­ar fjár­magns­hafta.

Sam­kvæmt mati Seðlabank­ans námu af­l­andskrónu­eign­ir tæp­lega 200 ma.kr. í lok fe­brú­ar sl. Eft­ir að viðskipt­in sem nú hafa verið til­kynnt hafa gengið í gegn mun fjár­hæð af­l­andskrónu­eigna sem eft­ir standa nema um 100 ma.kr. Breyt­ing­ar sem gerðar voru á regl­um Seðlabanka Íslands um gjald­eyr­is­mál í dag hafa ekki áhrif á heim­ild­ir af­l­andskrónu­eig­enda, en af­l­andskrónu­eig­end­um sem ekki eiga aðild að sam­komu­lag­inu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabank­ann á sama gengi og sam­komu­lagið hljóðar upp á næstu tvær vik­urn­ar, eins og áður seg­ir.

Með viðskipt­un­um hef­ur hætt­unni á að stór hluti af­l­andskróna streymdi á stutt­um tíma út í gegn­um gjald­eyr­is­markaðinn við los­un fjár­magns­hafta verið bægt frá. Veru­lega hef­ur því dregið úr kerf­is­legri áhættu sem fólst í mikl­um af­l­andskrónu­eign­um og hefði að mati Seðlabank­ans getað valdið óstöðug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um auk fjár­mála­ó­stöðug­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK