Bónusar í boði ríkisstjórnar Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Eggert

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir að ein­hverj­ir eigi von á góðum bón­us­um þökk sé rík­is­stjórn Íslands. Hann seg­ir vog­un­ar­sjóði vera að græða um­tals­verða fjár­muni.

„Það gleym­ist stund­um í umræðu um af­l­andskrón­urn­ar að vog­un­ar­sjóðirn­ir keyptu þær í flest­um til­fell­um á veru­leg­um af­slætti af þeim sem urðu fyr­ir tjón­inu við fall banka­kerf­is­ins,“ skrif­ar Sig­mund­ur á Face­book-síðu sína.

„Ég spurðist fyr­ir um hvert meðal­kaup­verðið hefði verið hjá þeim. Eft­ir því sem næst verður kom­ist fengu þeir lík­lega um 240 af­l­andskrón­ur fyr­ir evr­una. Sam­kvæmt seðlabank­an­um nema af­l­andskrón­ur hátt í 200 millj­örðum. Þar af sner­ist New York-díll stjórn­valda um 90 millj­arða.“

„Á geng­inu 240 kostuðu 90 millj­arðarn­ir sjóðina 375 millj­ón­ir evra. Nú kaup­ir ríkið þess­ar sömu krón­ur á 655 millj­ón­ir evra sem bæt­ast við vext­ina sem sjóðirn­ir voru bún­ir að fá. Ein­hverj­ir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé rík­is­stjórn Íslands,“ skrif­ar Sig­mund­ur.

Þá seg­ir hann að rík­is­stjórn sem hafi efni á að fjár­magna bón­us­greiðslur í New York, London og Reykja­vík hljóti að geta end­ur­nýjað lækn­inga­tæki, rétt hlut eldri borg­ara, fækkað ein­breiðum brúm, klárað Detti­foss­veg, Beru­fjarðar­botn, Vest­fjarðaveg og ljós­leiðara­væðing­una.

Líkt og fram hef­ur komið hef­ur sam­hliða af­námi hafta á inn­lenda aðila verið samið við stærsta hluta eig­enda af­l­andskróna. Sam­komu­lagið snýst um að Seðlabank­inn kaup­ir af­l­andskrónu­eign­ir fyr­ir er­lend­an gjald­eyri og er viðmiðun­ar­gengið í viðskipt­un­um 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una, sem er 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstu­dag. 

Til­boð stjórn­valda til þess­ara vog­un­ar­sjóða í síðasta gjald­eyr­isút­boði í júní hljóðaði upp á 190 krón­ur fyr­ir evr­una. Tek­ur breyt­ing­in m.a. mið af sterk­ara gengi ís­lensku krón­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK