Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst töluvert gagnvart helstu gjaldmiðlum í morgun og er þetta viðsnúningur frá þróun síðustu daga. Hefur gengi Bandaríkjadals lækkað um 2,18% það sem af er degi gagnvart krónunni og evran hefur lækkað um 2,33%.
Stendur gengi evrunnar nú í 116,4 krónum en á sunnudag áður en tilkynnt var um losun hafta var það 115 krónur. Er breyting síðustu daga því mjög óveruleg.
Mest hefur gengi sænsku krónunnar fallið gagnvart þeirri íslensku í dag, eða um 2,97%. Hafði krónan einnig veikst mest gagnvart henni á síðustu dögum.