Hin árlegu FÍT-verðlaun, sem veitt eru af Félagi íslenskra teiknara, verða afhent næstkomandi miðvikudag. Verðlaunin eru veitt fyrir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári. Í keppnina senda verk bæði auglýsingastofur og einyrkjar auk þess sem nemendur í grafískri hönnun senda verk í sérstakan nemendaflokk.
Alls er um að ræða 82 tilnefningar, en annað árið í röð var um að ræða metfjölda innsendinga og fjölgaði þeim um rúmlega 10% milli ára og voru 300 talsins.
Tilnefnt er í 19 flokkum og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar, svo sem skjágrafík, vefhönnun, prentverk, auglýsingahönnun og myndskreytingar. Að auki verða veitt aðalverðlaun á ný sem verðlauna það verk sem þótti skara fram úr á meðal verðlaunaðra verka.
Tilkynnt verður um verðlaunahafa og viðurkenningar með viðhöfn í Tjarnarbíói þann 22. mars kl. 18.30. Viðburðurinn markar upphaf hönnunarhátíðarinnar HönnunarMars sem mun setja svip sinn á borgarlífið í Reykjavík dagana 23.–26. mars. Sýning á þeim verkum sem hljóta verðlaun og viðurkenningu verður svo í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á meðan á HönnunarMars stendur.
Þeir flokkar sem tilnefnt er í eru: Almennar myndskreytingar, auglýsingaherferðir, bókahönnun, bókakápur, firmamerki, mörkun fyrirtækja, gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun, geisladiskar og plötur, hreyfigrafík, opinn flokkur, menningar- og viðburðamörkun, myndskreytingar fyrir auglýsingar og herferðir, stafrænar herferðir, stakar auglýsingar fyrir prentmiðla, umbúðir og pakkningar, umhverfisgrafík, vefsíður, veggspjöld og nemendaflokkur.
Almennar myndskreytingar og útgáfur
Íslandsbók barnanna
Myndskreytir: Linda Ólafsdóttir
Unnið fyrir: Forlagið
Júragarðurinn
Myndskreytir: Eysteinn Þórðarson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Frosty X Peter Overdrive
Jólaveggur á Brandenburg
Myndskreytir: Unnie Arendrup
Stofa: Brandenburg
shitegillhelgasonsays
Myndskreytir: Gunnar Þorvaldsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Þættir af séra Þórarinum og fleirum
Myndskreytir: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Þórarin Eldjárn / Forlagið
Auglýsingaherferðir
Botnaðu það með Burger
Hönnuðir: Guðmundur David Terrazas og Gunnar Þór ArnarsonStofa: Hvíta Húsið
Unnið fyrir: Ásbjörn Ólafsson
HönnunarMars 2017
Hönnuðir: Guðbjörg Tómasdóttir og Rán Flygenring
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands
Íslenska lambið
Hönnuðir: Albert Muñoz, Eysteinn Þórðarson og Gunnar Þorvaldsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Markaðsráð kindakjöts
Reykjavíkurnætur
Hönnuður: Einar Geir Ingvarsson
Stofa: E&Co.
Unnið fyrir: Geysir
Styttum svartnættið
Hönnuður: Selma Rut Þorsteinsdóttir
Stofa: Pipar\TBWA
Unnið fyrir: Stígamót
Bókahönnun
Cycle bæklingur
Hönnuður: Hörður Kristbjörnsson, Guðmundur Pétursson og Valur Þorsteinsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: Cycle Listahátíð
Gengið í björg
Hönnuðir: Guðmundur Ingi Úlfarsson og Mads Freund Brunse
Stofa: GUNMAD
Unnið fyrir: Crymogea
HA — Tímarit um íslenska hönnu & arkitektúr
Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson og Hrefna Sigurðardóttir
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands
Jón lærði og náttúrur náttúrunnar
Hönnuður: Ragnar Helgi Ólafsson
Unnið fyrir: Lesstofan
Silk - leturbók
Hönnuður: Rakel Tómasdóttir
Útskriftarverkefni úr Listaháskóla Íslands
Bókakápur
Kransæðabókin
Hönnuður: Emil Hannes Valgeirsson
Unnið fyrir: Guðmund Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson
Jón lærði og náttúrur náttúrunnar
Hönnuður: Ragnar Helgi Ólafsson
Unnið fyrir: Lesstofan
Svartigaldur
Hönnuður: Sigrún Gylfadóttir
Stofa: Kontor Reykjavík
Unnið fyrir: Sögur útgáfa
Þættir af séra Þórarinum og fleirum
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Þórarin Eldjárn / Forlagið
Firmamerki
Burro
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Burro/Pablo
Cycle
Hönnuður: Hörður Kristbjörnsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: Listahátíðin Cycle
Kass
Hönnuður: Hjörvar Harðarson
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Íslandsbanka
Rok
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Rok
Strikamerki
Hönnuður: Örn Smári Gíslason
Stofa: Örn Smári hönnun
Unnið fyrir: Strikamerki hf.
When in Iceland
Hönnuður: Björgvin Pétur Sigurjónsson
Stofa: Jökulá
Unnið fyrir: When in Iceland
Geisladiskar og plötur
Boogie Trouble
Hönnuður: Sveinbjörn Pálsson
Unnið fyrir: Boogie Trouble
East Of My Youth
Hönnuðir: Hrefna Sigurðardóttir og Davíð Arnar Baldursson
Unnið fyrir: East Of My Youth
Júragarðurinn
Hönnuður: Eysteinn Þórðarson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Frosty X Peter Overdrive
Long Night
Hönnuður: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: russian.girls
The Truth the Love the Life
Hönnuður: Þorleifur Kamban
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Markús and the Diversions Sessions
Hreyfigrafík
Fjögur atriði til að bæta netið
Hönnuðir: Sigrún Hreins og Gunnar Þór Arnarson
Stofa: Hvíta Húsið
Unnið fyrir: Ljósleiðarinn
Tilkynninga video #1
Hönnuðir: Hólmsteinn Össur Kristjánsson og Arnar Geir Ólafsson
Stofa: Playmo
Unnið fyrir: Icelandic Airwaves
Tilkynninga video #2
Hönnuðir: Hólmsteinn Össur Kristjánsson og Arnar Geir Ólafsson
Stofa: Playmo
Unnið fyrir: Icelandic Airwaves
Menningar- og viðburðamörkun
HönnunarMars 2017
Hönnuðir: Guðbjörg Tómasdóttir og Rán Flygenring
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands
Listahátíðin Cycle
Hönnuðir: Hörður Kristbjörnsson, Guðmundur Pétursson og Valur Þorsteinsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: Listahátíðina Cycle
Listasafn Reykjavíkur
Hönnuðir: Hjalti Karlsson, Jan Wilker, Sandra Shizuka, Ármann Agnarsson
Stofa: KarlssonWilker
Unnið fyrir: Listasafn Reykjavíkur
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hönnuðir: Hörður Kristbjörnsson, Guðmundur Pétursson og Valur Þorsteinsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sturla Atlas
Hönnuðir: Sigurður Oddsson og Kjartan Hreinsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Sturla Atlas
Mörkun fyrirtækja
Aktu taktu
Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson og Jón Ingi Einarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: FoodCo
Burro/Pablo
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Burro/Pablo
Nox Medical
Hönnuðir: Högni Valur Högnason, Eðvarð Atli Birgisson, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Arnar Geir Ómarsson og Ragnheiður K. Sigurðardóttir
Stofa: H:N Markaðssamskipti
Unnið fyrir: Nox Medical
Viking
Hönnuður: Albert Muñoz og Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le’macks
Unnið fyrir: Víking brugghús
Myndskreytingar fyrir auglýsingar og herferðir
Fungyn - við sveppasýkingu í leggöngum
Hönnuðir: Sigrún Gylfadóttir og Alex Jónsson
Stofa: Kontor Reykjavík
Unnið fyrir: Alvogen
Hátíðardagar
Hönnuðir: Magnús Arason og Sigurður Eggertsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Landsbankinn
Hollráð Námunnar
Hönnuður: Linda Ólafsdóttir
Unnið fyrir: Landsbankinn
Lestrarátak Ævars Vísindamanns
Hönnuðir: Þorvaldur Sævar Gunnarsson og Hrafn Gunnarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Ævar Vísindamann
Nemendaflokkur
Fjallafaðmur
Hönnuður: Guðjóna Björk Þorbjarnardóttir
Gombri
Hönnuður: Elín Edda Þorsteinsdóttir
Silk leturfjölskylda
Hönnuður: Rakel Tómasdóttir
Útskriftarverkefni úr Listaháskóla Íslands
Svefnmynstur
Hönnuður: Iona Sjöfn Huntingdon-Williams
Stofa: Jónsson & Le'macks
Útskriftarverkefni úr Listaháskóla Íslands
The Oracle's Query
Hönnuður: Magnús Ingvar Ágústsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Útskriftarverkefni
Vessel
Hönnuður: Magnús Ingvar Ágústsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Útskriftarverkefni
Opinn flokkur
Matur og drykkur kokteilseðill
Hönnuður: Albert Muñoz
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Matur og drykkur
T-shirts for Fufanu
Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Fufanu
Ultramarine – Sérsniðið letur fyrir 66°Norður
Hönnuður: Guðmundur Ingi Úlfarsson
Stofa: Or Type
Unnið fyrir: 66°Norður
Víking bæklingur
Hönnuður: Albert Muñoz
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Víking brugghús
Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla
Göngugrind
Hönnuður: Bobby Breiðholt
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: MS
Reebok Fitness – Losaðu þig við jólalögin
Hönnuðir: Davíð Arnar Baldursson, Jón Páll Halldórsson, Þorvaldur Gunnarsson og Hrafn Gunnarsson
Stofa: Brandenburg s
Unnið fyrir: Reebok Fitnes
Reykjavíkurnætur
Hönnuður: Einar Geir Ingvarsson
Stofa: E&Co.
Unnið fyrir: Geysir
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsing
Hönnuðir: Hörður Kristbjörnsson, Guðmundur Pétursson og Valur Þorsteinsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: Sinfónuhljómsveit Íslands
Styttum svartnættið
Hönnuður: Selma Rut Þorsteinsdóttir
Stofa: Pipar\TBWA
Unnið fyrir: Stígamót
Stafrænar herferðir
Fylgið mér
Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Árni Þór Árnason og Dóra Haraldsdóttir
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Nova
Iceland Airwaves
Hönnuður: Gunnar Þorvaldsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Landsbankinn
Íslenska lambið
Hönnuðir: Albert Muñoz, Eysteinn Þórðarson og Gunnar Þorvaldsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Markaðsráð kindakjöts
Kass
Hönnuðir: Hjörvar Harðarson og Friðlaugur Jónsson
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Íslandsbanka
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Hönnuðir: Hjörvar Harðarson og Dóróthea Svavarsdóttir
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Íslandsbanki
Umbúðir
Fisherman umbúðalína
Hönnuður: Jóhanna Svala Rafnsdóttir
Stofa: Kapall
Unnið fyrir: Fisherman
Ullarbox
Hönnuðir: Albert Muñoz og Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Markaðsráð kindakjöts
Víking Craft Beer Selection
Hönnuðir: Albert Muñoz, Sigurður Oddsson og Svala Hjörleifsdóttir
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Víking brugghús
Umhverfisgrafík
Rafbraut um Ísland í Kringlunni
Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Jón Ingi Einarsson og Árni Þór Árnason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Orkusalan
Sjógalli á gangstétt
Hönnuður: Sigurður Oddsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: 66°Norður
Sushi bakki
Hönnuðir: Sigrún Gylfadóttir og Alex Jónsson
Stofa: Kontor Reykjavík
Unnið fyrir: Tokyo Sushi
Svartigaldur - stærsta bókin í ár
Hönnuðir: Sigrún Gylfadóttir og Alex Jónsson
Stofa: Kontor Reykjavík
Unnið fyrir: Sögur útgáfa
Upplýsingahönnun & Gagnvirk miðlun
Flugupplýsingar Isavia
Hönnuður: Haukur Pálsson
Stofa: Hvíta húsið
Unnið fyrir: Isavia
Rútustaurar
Hönnuðir: Hörður Lárusson og Atli Þór Árnason
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Reykjavíkurborg
Sprotarnir
Hönnuður: Kári Gunnarsson
Unnið fyrir: Landsbankinn
Stangveiðifélagið
Hönnuður: Tryggvi Þór Hilmarsson
Stofa: Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: SVFR - Stangveiðifélag Reykjavíkur
Vefsíður
2016.godigital.is
Hönnuðir: Michael Bing, Rachel Salmon, Steinar Ingi Farestveit
Stofa: Kolibri
Unnið fyrir: Go Digital
kosmosogkaos.is
Hönnuður: Guðmundur Bjarni Sigurðsson
Stofa: Kosmos & Kaos
Unnið fyrir: Kosmos & Kaos
oddsson.is
Hönnuðir: Hörður Kristbjörnsson, Viktor Weisshappel og Valur Þorsteinsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: ODDSSON
sjova.is
Hönnuðir: Guðmundur Bjarni Sigurðsson / Geir Ólafsson
Stofa: Kosmos & Kaos / Jónsson & Le'macks
Unnið fyrir: Sjóvá
Strætó.is
Hönnuðir: Alex Jónsson og Sigrún Gylfadóttir
Stofa: Kontor Reykjavík
Unnið fyrir: Strætó
Veggspjöld
Alvogen
Hönnuðir: Alex Jónsson og Sigrún Gylfadóttir
Stofa: Kontor Reykjavík
Unnið fyrir: Alvogen
Blái hnötturinn
Hönnuðir: Einar Ingi Sigmundsson
Stofa: ENNEMM
Unnið fyrir: Borgarleikhúsið
HönnunarMars 2017
Hönnuðir: Guðbjörg Tómasdóttir og Rán Flygenring
Unnið fyrir: Hönnunarmiðstöð Íslands
Lestrarátak Ævars Vísindamanns
Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson og Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Stofa: Brandenburg
Unnið fyrir: Ævar Vísindamann
Veggspjöld fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hönnuðir: Hörður Kristbjörnsson, Guðmundur Pétursson og Valur Þorsteinsson
Stofa: Döðlur
Unnið fyrir: Sinfónuhljómsveit Íslands