Afnám hafta hefur jákvæð áhrif

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Matsfyrirtækið Moody´s lítur svo á að afnám fjármagnshafta hafi jákvæð áhrif á lánshæfi ríkissjóðs. Kemur þetta fram í frétt frá Moody´s í dag sem Seðlabankinn greindi frá á heimasíðu sinni.

Moody´s segir að með því hafi verið send út skilboð um að efnahagslífið væri komið í eðlilegt horf eftir meira en átta ár frá hruni 90% af bankakerfinu. Þessi aðgerð er jákvæð fyrir lánshæfi vegna þess að Moody´s telur að þetta leiði til meiri beinnar fjárfestingar erlendis, svo sem fjárfestingar sem beinist að samkeppnishæfum og grænum orkulindum

Einnig kemur fram að hagvöxtur er mikill, að meðaltali 10% ársvöxtur á seinni helmingi ársins 2016.Hraði og umfang endurreisnarinnar sem kom í kjölfar uppgjörs þrotabúa föllnu bankanna var tilefni þess að Moody´s hækkaði lánshæfiseinkunnina í A3 í september 2016 en nýleg uppsveifla byggist aðallega á ferðaþjónustu.

Moody´s væntir þess einnig að stjórnvöld og Seðlabanki séu tilbúin til að innleiða frekari þjóðhagsvarúðarráðstafanir ef þær reynast nauðsynlegar til þess að takmarka áhættu vegna þenslu í ferðaþjónustu.

Frétt á heimasíðu Seðlabankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK