Costco aðildarkortin eru tekin að berast væntanlegum viðskiptavinum enda styttist í opnun vöruhússins í Kauptúni. Tveir mánuðir eru í opnun Costco.
Nokkur þúsund einstaklingar og fyrirtæki hafa þegar sótt um aðild að vöruhúsinu á Íslandi og eru framkvæmdir á áætlun. Er Kauptún þegar farið að bera þess merki en bensínstöðin er til dæmis langt á veg komin.
Ársaðild að Costco fyrir einstaklinga kostar 4.800 krónur á ári og fyrirtækjaaðild 3.800 krónur. Aðgangur að Costco er aðeins heimill þeim sem eru með aðild.
Líkt og mbl greindi frá á dögunum hefur Costco þegar ráðið 135 manns til starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi og hafa yfir 800 umsóknir borist um þau 200 störf sem í boði eru.