Selja 30% hlut í Arion banka

30% hlutur hefur verið seldur í Arion banka.
30% hlutur hefur verið seldur í Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupþing ehf. hefur selt tæplega 30% hlut sinn í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf. fyrir ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir útboðið hefur hlutur Kaupþings í Arion banka lækkað í 57,9% af útgefnu hlutafé Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Söluandvirðið verður allt nýtt til að greiða inn á 84 milljarða króna skuldabréf ríkissjóðs sem var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings sem samþykkt var við nauðasamninga félagsins.

Meðal þeirra sem kaupa bréfin eru sjóðirnir Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital Management Group og Goldman Sachs-fjárfestingabankinn.

Eftir útboðið er hluthafalisti Arion banka eftirfarandi:

Kaupskil ehf. 57,9%

Bankasýsla ríkisins 13%

Attestor Capital LLP í gegnum Trinity Investment Designated Activity Company 9,99%

Taconic Capital Advisors UK LLP í gegnum TCA New Sidecar III s.a.r.l. 9,99%

Sculptor Investments s.a.r.l., félag tengt Och-Ziff Capital Management Group 6,6%

Goldman Sachs International í gegnum ELQ Investors II Ltd. 2,6%

Kaupþing naut ráðgjafar Morgan Stanley, White & Case og LOGOS. Fjárfestar nutu ráðgjafar Linklaters LLP og Fjeldsted & Blöndal.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK