81 eyrir fyrir hverja krónu eigin fjár

Tilkynnt var um söluna í gærkvöldi.
Tilkynnt var um söluna í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Lokað útboð, sem leitt var af fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Morg­an Stanley og endaði með sölu á tæp­lega 30% hlut í Ari­on banka til er­lendra aðila, átti sér nokk­urra mánaða aðdrag­anda. Skriður komst þó ekki á viðræðurn­ar fyrr en í byrj­un þessa árs, en Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hef­ur verið haldið upp­lýstu um mála­vexti.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í svari Kaupþings ehf. við fyr­ir­spurn mbl.is.

Eins og mbl.is greindi frá í gær seldi Kaupþing tæp­lega 30% hlut sinn í Ari­on banka í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt Kaupskil ehf. fyr­ir ríf­lega 48,8 millj­arða króna.

Í svari fé­lags­ins seg­ir að til­boðin hafi verið samþykkt með fyr­ir­vör­um í fe­brú­ar síðastliðnum.

Eft­ir samn­ingaviðræður kaup­enda og selj­enda hafi verðið þá verið ákveðið 0,81 króna fyr­ir hverja krónu eig­in fjár bank­ans. Matið mun hafa byggst á nýj­ustu fjár­hags­upp­lýs­ing­um Ari­on banka á þeim tíma, sem var þriðja árs­fjórðungs­upp­gjör síðasta árs.

Hlut­irn­ir ekki keypt­ir til end­ur­sölu

Í svar­inu er því hafnað að kaup­in, sem gerð eru með reiðufé, séu fyr­ir reikn­ing viðskipta­vin­ar eða til end­ur­sölu.

„Í til­felli sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tækj­anna þriggja er fjár­fest­ing­in gerð af fjár­fest­ing­ar­sjóðum á þeirra veg­um og í til­felli Goldm­an Sachs er um að ræða fjár­fest­ingu fyr­ir eig­in reikn­ing.“

Ekki hef­ur verið ákveðið hvenær bank­inn verður sett­ur á markað.

„Niðurstaða þess­ara viðskipta er að okk­ar mati mik­il­vægt fyrsta skref í þeirri fyr­ir­ætl­an Kaupþings að selja frek­ari hluti í Ari­on banka sem kann að fela í sér skrán­ingu á markað. End­an­leg­ar ákv­arðanir hafa ekki verið tekn­ar varðandi tíma­setn­ing­ar á frek­ari sölu.“

Verðið í kauprétt­in­um trúnaðar­mál

Að sama skapi fæst ekki upp­lýst hvort viðræðum við ís­lenska líf­eyr­is­sjóði, um sölu á hlut­um til þeirra, hafi verið slitið.

„Eins og fram hef­ur komið hafa átt sér stað viðræður við líf­eyr­is­sjóði og aðra áhuga­sama fjár­festa. Við telj­um hins veg­ar ekki rétt að tjá okk­ur frek­ar um slík­ar viðræður.“

Í til­kynn­ing­unni sem send var vegna kaup­anna til kaup­hall­ar­inn­ar í gær seg­ir að kaup­samn­ing­arn­ir veiti fjár­fest­um kauprétt að 437.191.585 hlut­um í bank­an­um, sem jafn­gild­ir 21,9% af út­gefnu hluta­fé, „á verði sem er yfir því verði sem greitt var fyr­ir í útboðinu.“

Um­rætt verð mun vera trúnaðar­mál sam­kvæmt kaup­samn­ing­un­um, að því er seg­ir að lok­um í svari Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK