„Ætti að vera bannað fyrir banka“

Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums og leikstjóri Ransacked.
Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums og leikstjóri Ransacked.

Pét­ur Ein­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Straums, seg­ir vog­un­ar­sjóði óheppi­lega eig­end­ur banka. Þeir séu ekki lang­tíma­fjár­fest­ar og hafi ekki áhuga á rekstri. Mikið eigið fé sé í ís­lensku bönk­un­um og það sé hægt að greiða út sem arð.

Pét­ur var for­stjóri Straums á ár­un­um 2011 til 2013 og var fram­kvæmda­stjóri Íslands­banka í London fyr­ir hrun. Í fyrra gaf hann út heim­ild­ar­mynd­ina Ráns­feng eða Ransacked sem fjall­ar um of­vöxt banka­kerf­is­ins, fjár­mála­hrunið, vog­un­ar­sjóði og áhrif þessa á venju­legt fólk.

Greint var frá sölu Kaupt­hings á 30% hlut í Ari­on banka í gær. Kaup­end­urn­ir eru Attestor Capital LLP í gegn­um Trinity In­vest­ment Designa­ted Acti­vity Comp­any með 9,99% hlut, Taconic Capital Advisors UK LLP í gegn­um TCA New Si­decar III s.a.r.l. með 9,99% hlut, Sculp­tor In­vest­ments s.a.r.l., fé­lag tengt Och-Ziff Capital Mana­gem­ent Group með 6,6% hlut og að lok­um Goldm­an Sachs In­ternati­onal í gegn­um ELQ In­vestors II Ltd. með 2,6% hlut.

Kaup­verðið er ríf­lega 48,8 millj­arðar króna, eða 0,81 króna fyr­ir hverja krónu eig­in fjár bank­ans. Öll fjög­ur fé­lög­in eru hlut­haf­ar í Kaupþingi, en Taconic Capital og Och-Ziff eru tveir stærstu hlut­haf­arn­ir. 

Halda sig und­ir viðmiði FME

At­hygli vek­ur að Attestor Capital og Trinity kaupa 9,99% hlut sem er rétt und­ir viðmiði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um virk­an eign­ar­hlut sem er 10%. Virk­ur eign­ar­hlut­ur kall­ar á rík­ari kröfu um að eft­ir­litið skoði viðkom­andi kaup­anda. 

Spurður um þetta seg­ir Pét­ur að kaup­end­ur séu klár­lega að halda sig inn­an við 10% mörk­in til þess að fara ekki í virk­an eign­ar­hlut. „En þá hlýt­ur spurn­ing um þeirra tengsl að vakna. Mætti ekki skil­greina þá sem einn hóp?“ spyr Pét­ur.

Pét­ur seg­ir aðkomu vog­un­ar­sjóða að ís­lensku fjár­mála­kerfi ekk­ert nýtt. „Banda­rísk­ir vog­un­ar­sjóðir hafa farið með ráðandi eign­ar­hlut í Íslands­banka og Ari­on frá hruni og óbeint í Lands­bank­an­um í gegn­um risa­stórt skulda­bréf milli gamla og nýja bank­ans. Þetta er mjög óheppi­legt en er ekk­ert nýtt,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir vog­un­ar­sjóði í eðli sínu vera lokaðan klúbb sem ekki séu eft­ir­lits­skyld­ir eins og bank­ar. Þeirra eign­ar­hald og starf­semi sé ekki op­in­ber. 

Þrjátíu prósenta hlutur í Arion banka hefur verið seldur.
Þrjá­tíu pró­senta hlut­ur í Ari­on banka hef­ur verið seld­ur. Ljós­mynd/​Ragn­heiður Arn­gríms­dótt­ir

Létta fyr­ir sölu

Pét­ur tel­ur kaup­in gerð til að loka „ís­lensku flétt­unni sem byrjaði 2008.“

„Bank­arn­ir eru svo stór­ir að þeir þurfa að kaupa af sjálf­um sér til þess að létta fyr­ir söl­unni á meðan breiðari hóp­ur finnst, t.a.m með skrán­ingu i Svíþjóð. Síðan er mikið eigið fé í bönk­un­um sem er hægt að greiða út sem arð,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hann telji að um lang­tíma­fjár­fest­ingu geti verið að ræða seg­ir Pét­ur að mark­mið vog­un­ar­sjóða eins og þess­ara sé að kaupa gjaldþrota fyr­ir­tæki og selja með hagnaði. Þetta sé hluti af því. „Hitt er svo annað mál að bank­ar eru kerf­is­lega mik­il­væg­ir og því eru svona sjóðir mjög óheppi­leg­ir eig­end­ur,“ seg­ir Pét­ur.

„Þeir eru ekki lang­tíma­fjár­fest­ar og þeir hafa í sjálfu sér ekki áhuga á rekstri. Þeir hagn­ast fyrst og fremst á því að taka stöðu. Taka áhættu og kaupa eitt­hvað ódýrt, umbreyta eða bíða eft­ir betri aðstæðum og selja þá aft­ur. Það ætti að vera bannað fyr­ir banka.“

Pét­ur seg­ir ís­lenska banka vera með mun sterk­ari stöðu en víðast ann­ars staðar. Þeir séu mjög stór­ir miðað við landið og með mik­illi samþjöpp­un. Þetta sé staða sem komið hafi upp árið 2008 og að verið sé að reyna leysa vand­ann núna með redd­ing­um. „Aldrei er tími til þess að breyta kerf­inu,“ seg­ir Pét­ur að lok­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK