Allir meðlimir í „Íslandsklúbbnum“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert

„Ég sé að for­sæt­is- og fjár­málaráðherra eru bara býsna kát­ir með að ríkið sé komið í bis­ness með fræg­um vog­un­ar­sjóðum. Aðal­atriðið er víst að þetta eru út­lend­ing­ar og það er svo mikið styrk­leika­merki að út­lend­ing­ar vilji kaupa eitt­hvað á Íslandi,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni. 

„Svo virðast ráðherr­arn­ir telja að þess­ir aðilar hafi ein­fald­lega séð tæki­færi í lang­tíma­rekstri banka á Íslandi. Ætli tæki­færið fel­ist t.d. í því að lækka vexti fast­eignalána á Íslandi? Þá er það lík­lega bara til­vilj­un að þetta skuli vera sömu aðilar og keyptu kröf­ur á bank­ana á hra­kv­irði og beittu svo ýms­um ráðum til að há­marka heimt­urn­ar (og eru reynd­ar þeir sömu og eru að selja sjálf­um sér bank­ann núna),“ skrif­ar Sig­mund­ur.

Líkt og fram kom í svari Ari­on banka til mbl var kaup­verðið í viðskipt­un­um 0,81 króna á hlut. For­kaups­rétt­ur rík­is­ins virkj­ast þegar verðið fer niður í 0,8 krón­ur eða lægra miðað við bók­fært eig­in fé. 

Spyr Sig­mund­ur hvort verðmiðinn hafi ekk­ert með þessa staðreynd að gera.

„Ef­laust er það þá líka til­vilj­un að há­marks­eign­ar­hlut­ur hvers sjóðs skuli vera 9,99%. En við 10% telj­ast menn vera komn­ir með „virk­an eign­ar­hlut“ sem kall­ar á sér­staka at­hug­un FME á hlut­höf­un­um. Reynd­ar á það sama við ef tengd­ir aðilar fara yfir 10% en við vit­um ekki hvernig hinir nýju eig­end­ur tengj­ast að öðru leyti en því að vera all­ir meðlim­ir í „Íslands­klúbbn­um“,“ skrif­ar Sig­mund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka