Greiðir 24,8 milljarða í arð

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Ljósmynd/Aðsend

Samþykkt var á aðalfundi Landsbankans í dag að bankinn greiði alls 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2017. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 11,8 milljarðar króna.

Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2017 því nema um 107 milljörðum króna, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Á fundinum var greint frá nýrri arðgreiðslustefnu sem bankaráð samþykkti í mars. Þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur til hluthafa verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs.

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Ljósmynd/Aðsend

Í samræmi við fjármögnunarstefnu bankans er einnig stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu, samkvæmt tilkynningunni.

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Helga Björk Eiríksdóttir
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Magnús Pétursson
  • Sigríður Benediktsdóttir

Helga Björk Eiríksdóttir var kjörin formaður bankaráðs. 

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð:

  • Ásta Dís Óladóttir
  • Samúel Guðmundsson

Aðalfundur samþykkti óbreytta starfskjarastefnu fyrir Landsbankann. Þá var samþykkt tillaga um að þóknun til bankaráðsmanna verði 400.000 kr. á mánuði, þóknun til stjórnarformanns verði 700.000 kr. á mánuði og þóknun til varaformanns verði 500.000 kr. Því til viðbótar skuli greiða bankaráðsmönnum 200.000 kr. á mánuði fyrir þátttöku í starfi undirnefnda bankaráðs en auk þess fái formenn undirnefnda bankaráðs greiddar 25.000 kr. á mánuði. Þóknun til varamanns í bankaráði verði 200.000 kr. fyrir hvern fund í bankaráði eða fund með Fjármálaeftirlitinu um hæfismat en þó aldrei hærri en þóknun aðalmanns innan hvers mánaðar. Greiðsla til hvers varamanns skal nema að lágmarki 400.000 kr. á ári.

Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fundinum var samþykkt heimild þess efnis að Landsbankinn eignist eigin hluti allt að 10% af nafnverði hlutafjár. Lægsta og hæsta fjárhæð sem Landsbankinn má reiða fram sem endurgjald fyrir hvern hlut skal vera bókfært virði hvers hlutar, þ.e. samsvara hlutfalli á milli eigin fjár, sem tilheyrir hluthöfum bankans, og hlutafjár samkvæmt síðasta birta ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri áður en kaup á eigin hlutum fara fram.

Heimild þessi gildir fram að aðalfundi Landsbankans árið 2018. Ráðstöfun Landsbankans á eigin hlutum sem keyptir verða á grundvelli þessarar heimildar er háð samþykki hluthafafundar, að því er kemur fram í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK