„Gaman að sjá fyrsta „straujárn“ borgarinnar birtast við Hafnarstrætið. Þetta verður geggjað,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur á Twitter, og lýsir ánægju sinni með hótelframkvæmdir í Hafnarstræti.
Byggingin við Hafnarstræti 17-19 mun hýsa hótelið „Reykjavik Consulate Hotel“ á vegum Hilton Curio og Icelandair Hotels.
Eigandi hússins er félagið Suðurhús ehf., sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og fjölskyldu. Fjárfestingin í framkvæmdunum nemur alls um þremur milljörðum króna. Icelandair Hotels er með 20 ára leigusamning.
Með „straujárninu“ vísar Dagur væntanlega til hinnar víðfrægu „Flatiron“ byggingar í New York.