„Vextir ógnun við íslenskt atvinnulíf“

Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Þrátt fyrir batnandi umhverfi er snýr að tollum og vörugjöldum þá eru vextir ógnun við íslenskt atvinnulíf. Ef horft er til OECD- og BRIC-ríkja þá eru raunvextir á Íslandi einna hæstir, svipar til vaxtastigs í Rússlandi . Er það landið sem við viljum bera okkur saman við?“ Þetta kom fram í erindi Margrétar Sanders, formanns Samtaka verslunar og þjónustu á ársfundi samtakanna sem haldinn var í dag á Hilton Reykjavík Nordica, að því er segir í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu.

Í máli Margrétar kom einnig fram að samkeppnin hafi aldrei verið jafnmikil. Á sama tíma og verslun er að aukast þá sé samkeppnin orðin harðari.

„Þjónustufyrirtæki og verslunareigendur verða að varða veginn til að efla samkeppnishæfni sína og mæta þörfum nýrrar kynslóðar sem kýs að versla á netinu,“ sagði hún, samkvæmt tilkynningunni.

„Á fundinum var kynnt ný greining Hagfræðideildar Landsbankans á stöðu verslunar og þjónustu í tengslum við ársfund SVÞ. Þar kemur meðal annars fram að einkaneysla hafi aukist í takti við aukinn kaupmátt og að það stefni í lengsta vaxtarskeið einkaneyslu hér á landi. Í greiningu bankans kemur fram að hagvöxturinn sé ekki knúinn áfram af óhóflegri skuldsetningu heldur sýna tölur það að skuldir heimila og fyrirtækja hafa farið lækkandi undanfarin ár. Álagning í smásölu hefur lítið breyst undanfarin ár en fer lækkandi í heildverslun,“ segir í tilkynningunni.

Aðrir framsögumenn á fundinum voru ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur og Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Fundarstjóri var Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.

Þórdís talaði um almennt sé ekki talið að net- og tæknibyltingin ryðji hefðbundnum verslunum alfarið úr vegi heldur muni „stafræn verslun“ og hefðbundin verslun frekar renna saman og nýta kosti hvorrar annarrar.

Anna Felländer sagði að stafræna tæknivæðingin sé að gerast mjög hratt og hafi mikil áhrif bæði á hagkerfið í heild sinni, einstaklinga og fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK