Þrýst á að ljúka viðskiptum

Í viðræðum um þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í kaup­um á Ari­on banka und­ir lok síðasta árs og fram eft­ir þessu, var út frá því gengið að kaup­verðið yrði miðað við eigið fé bank­ans eins og það stóð í 9 mánaða upp­gjöri. Með því móti tald­ist verðið sem miðað var við jafn­gilda 0,81 krónu á hverja krónu eig­in­fjár. Eft­ir því sem leið á viðræðurn­ar jókst þrýst­ing­ur á sjóðina að gefa svar um hvort af þátt­töku þeirra yrði eða ekki. Segja heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að stjórn­ar­menn í stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins hafi upp­lifað samn­ingaviðræðurn­ar með þeim hætti að verið væri að setja sjóðunum afar­kosti.

Þá mun hafa verið lögð höfuðáhersla á að gengið yrði frá kaup­um sjóðanna fyr­ir 13. fe­brú­ar síðastliðinn en þann dag birti bank­inn upp­gjör sitt fyr­ir allt árið 2016. Í upp­gjör­inu kom í ljós, eins og við var að bú­ast, að eigið fé Ari­on banka hafði auk­ist frá lok­um sept­em­ber­mánaðar. Olli það því að upp­hæðin sem gengið var út frá í viðræðunum að sjóðirn­ir myndu reiða af hendi fyr­ir um­tals­verðan hlut í bank­an­um tald­ist 0,79 krón­ur á hverja krónu eig­in­fjár.

Skipti höfuðmáli í samn­ing­um

Þótt eðli samn­ing­anna hafi ekki breyst með nokkr­um hætti þótt árs­upp­gjör bank­ans hafi verið birt, þá var for­svars­mönn­um Kaupþings mikið kapps­mál að hægt væri að sýna fram á að bank­inn hefði verið seld­ur á geng­inu 0,81 en ekki 0,79. Það kem­ur til af þeirri staðreynd að hluti stöðug­leika­skil­yrða þeirra sem Kaupþing gekkst und­ir, í því skyni að koma á nauðasamn­ingi, fólst í því að ef bank­inn yrði seld­ur á gengi sem væri und­ir 0,8 af bók­færðu eig­in fé þá gæti rík­is­sjóður gengið inn í kaup­in á grund­velli for­kaups­rétt­ar­á­kvæðis.

For­kaups­rétt­ur­inn virkj­ast

Var ákvæðinu um for­kaups­rétt­inn ætlað að stemma stigu við að eig­end­ur Kaupþings seldu sjálf­um sér bank­ann á und­ir­verði. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins töldu þeir sem önnuðust samn­inga­gerð fyr­ir hönd rík­is­sjóðs mjög mik­il­vægt að bank­inn yrði ekki seld­ur á of lágu verði því ef ís­lensk­ir bank­ar, sem væru vel fjár­magnaðir og með afar hátt eig­in­fjár­hlut­fall, yrðu seld­ir á of lágu verði þá myndi það senda röng skila­boð um stöðu ís­lenska hag­kerf­is­ins út fyr­ir land­stein­ana. Slíkt myndi aft­ur hafa nei­kvæð áhrif á láns­hæf­is­mat fjár­mála­kerf­is­ins og Lands­virkj­un­ar.

Eft­ir að upp­gjör Ari­on banka hafði verið birt um miðjan fe­brú­ar­mánuð, var engu að síður lögð áhersla í viðræðunum á að áfram skyldi miðað við stöðu eig­in­fjár í lok níu mánaða tíma­bils­ins. Kom það ein­hverj­um líf­eyr­is­sjóðum spánskt fyr­ir sjón­ir en sú skýr­ing fékkst að það væri mik­il­vægt vegna nefnds ákvæðis í samn­ingi Kaupþings við rík­is­sjóð.

Ekki víst að for­kaups­rétt­ur yrði nýtt­ur þrátt fyr­ir lægra verð

Þrem­ur dög­um áður en til­kynnt var um kaup vog­un­ar­sjóðanna á 29% hlut í bank­an­um birt­ist viðtal við Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, á miðopnu ViðskiptaMogg­ans. Þar var hann spurður út í hvort rík­is­sjóður myndi nýta sér for­kaups­rétt­inn að bank­an­um ef kaup­verðið yrði und­ir 0,8 sinn­um eigið fé bank­ans. Þeirri spurn­ingu svaraði ráðherra á þessa leið: „Ég skal ekki full­yrða um það en ég er ekki mjög spennt­ur fyr­ir því að ríkið eigi hér alla stóru bank­ana.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK