Styttri vinnuvika hjá skattinum

Ríkisskattstjóri.
Ríkisskattstjóri.

Frá og með mánudeginum 3. apríl verður afgreiðslutíma Ríkisskattstjóra breytt og lokar skrifstofan klukkan tvö á föstudögum og hálffjögur aðra virka daga.

Líkt og fram hefur komið voru fjórir vinnustaðir valdir til að taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar; Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Þjóðskrá. Tekur nýi afgreiðslutíminn gildi næsta mánudag. Tilraunaverkefnið stendur yfir í eitt ár eða þar til 1. apríl á næsta ári.  Vinnustundum starfsmanna er á tímabilinu fækkað úr 40 á viku niður í 36 stundir án þess að til launaskerðingar komi.

Rannsakað verður hver áhrif styttingar vinnutímans verða á gæði og hagkvæmni þjónustu sem vinnustaðirnir veita, auk áhrifa á vellíðan starfsmanna og starfsanda. Sambærilegar mælingar verða gerðar á vinnustöðum þar sem vinnuvikan verður óbreytt til að fá samanburð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK