Sterkasta og stöðugasta króna heims

Íslenska krónan hefur styrkst gríðarlega gagnvart helstu gjaldmiðlum á síðustu …
Íslenska krónan hefur styrkst gríðarlega gagnvart helstu gjaldmiðlum á síðustu misserum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska krón­an hef­ur frá ár­inu 2013 styrkst um 15% til 45% gagn­vart helstu gjald­miðlum og að sögn Grein­ing­ar­deild­ar Ari­on má segja að krón­an hafi verið sú sterk­asta í heimi. Þá hef­ur einnig verið lítið flökt á krón­unni og má þar að auki segja að hún hafi verið stöðug­asti gjald­miðill í heimi fram að þessu. Þetta mun þó breyt­ast nú með los­un fjár­magns­hafta og hef­ur flökt nú þegar farið vax­andi. Þá mun sterk króna mun að lok­um bitna á ferðaþjón­ust­unni þegar hæg­ir á fjölg­un ferðamanna.

Líkt og mbl greindi frá í morg­un ger­ir Grein­ing­ar­deild Ari­on ráð fyr­ir frek­ari styrk­ing­ar krón­unn­ar á ár­inu.

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka gerði sam­an­b­urð á gengi krón­unn­ar eft­ir hrun á Íslandi og annarra gjald­miðla eft­ir krepp­una á Norður­lönd­um 1991 til að meta hvort geng­isþró­un­in væri svipuð eft­ir fjár­mála­áföll. Svo er ekki. Raun­gengið hef­ur styrkst mun hraðar á Íslandi en það gerði á Norður­lönd­um. Á tíu ára tíma­bili hélst raun­gengið á Norður­lönd­um um 10% til 20% veik­ara en það var fyr­ir bankakreppu. Íslenska krón­an er hins veg­ar kom­in 6% yfir sögu­legt meðaltal.  

Erfitt að ein­angra áhrif­in

Hrafn Stein­ars­son hjá Grein­ing­ar­deild Ari­on vísaði til svo­kölluðu hol­lensku veik­inn­ar sem get­ur komið upp þegar ójafn­vægi sem skap­ast í hag­kerfi rík­is vegna auðlindag­nægðar sem veld­ur óeðli­legri geng­is­hækk­un. Auðlind­in okk­ar í þessu sam­hengi eru ferðamenn.

„Það má segja að það rigni inn mörg­um millj­ón­um ferðamanna. Þetta er eft­ir­spurn­ar­hnykk­ur, þeirra gjald­miðill dreif­ist um allt hag­kerfið,“ sagði Hrafn og vísaði til þess að erfitt væri því að ein­angra áhrif­in líkt og Norðmenn gerðu með ol­íu­sjóðinn. Hins veg­ar hafi verið byggður upp góður gjald­eyr­is­forði á Íslandi og þannig hef­ur verið tryggt að þetta fari ekki allt út í hag­kerfið og valdi meiri þrýst­ing á gengi krón­unn­ar.

Seðlabanki Íslands hefur ekki svigrúm líkt og í fyrra til …
Seðlabanki Íslands hef­ur ekki svig­rúm líkt og í fyrra til að selja eign­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Dýr­asta land í heimi

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka seg­ir Ísland stefna í að verða dýr­asta land í heimi sama á hvaða mæli­kv­arða sé litið. Það sé þó ekki dýrt í krón­um talið þar sem verðlag er ekki ósvipað og í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar hef­ur verðlag hækkað um 10% á síðustu miss­er­um en hækk­un­in á Íslandi nem­ur 20%. Þegar þessu er hins veg­ar varpað yfir í evr­ur þýðir það um 60% verðhækk­un. Það hljóti að hafa áhrif á ferðamenn. 

Hrafn vísaði til þess að áhrif­in væru þegar sjá­an­leg þar sem eyðsla ferðamanna hef­ur dreg­ist sam­an. Sagði hann að þetta muni að lok­um bitna á ferðaþjón­ust­unni þegar hæg­ir á vext­in­um.

Ekk­ert svig­rúm til að selja eign­ir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka tel­ur lík­ur á að krón­an sé kom­in yfir jafn­væg­is­raun­gengið. Þá tel­ur deild­in að styrk­ing krón­unn­ar sé ekki sjálf­bær.

Metaf­gang­ur af viðskipt­um við út­lönd­hef­ur skapað mikið gjald­eyr­is­inn­flæði og hef­ur Seðlabank­inn í aukn­um mæli þurft að leggj­ast gegn inn­streym­inu und­an­far­in miss­eri. Gjald­eyr­is­inn­grip­in námu sam­tals 386 millj­örðum króna og stækkaði hreinn gjald­eyr­is­forði um rúma 280 millj­arða.

Grein­ing­ar­deild Ari­on bend­ir á að þegar Seðlabank­inn kaupi 400 millj­arða gjald­eyri þurfi að bregðast við því. Inn­lend­ar eign­ir hafa seld­ar og dreg­ist sam­an úr 500 millj­örðum niður í 70 millj­arða. Ekk­ert svig­rúm er í ár til að selja eign­ir og þyrfti Seðlabank­inn því að treysta á bund­in inn­lán og stækka efna­hags­reikn­ing sinn. Þá tel­ur Grein­ing­ar­deild­in að Seðlabank­inn hafi meiri áhuga á að leggj­ast gegn geng­is­breyt­ing­um en að koma í veg fyr­ir of­ris krón­unn­ar.

Gjald­taka, stöðug­leika­sjóður eða eitt VSK-þrep

Til þess að koma í veg fyr­ir of­ris krón­unn­ar má að mati Grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka ráðast í nokkr­ar aðgerðir.

Til dæm­is koma upp stöðug­leika­sjóð sem fjár­fest­ir utan Íslands, beita aðhaldi í fjár­mál­um hins op­in­bera, hefja gjald­töku á ferðamanna­stöðum, hækka gistinátta­gjald og hafa eitt virðis­auka­skattsþrep en lækk­un á virðis­auka­skatti á móti. Þá yrði að mati Grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar hag­kvæmt ef skatt­ur­inn rynni að hluta til sveit­ar­fé­laga þar sem hann mynd­ast.

Þá mætti af­nema þak á er­lend­ar eign­ir líf­eyr­is­sjóða og bend­ir Grein­ing­ar­deild­in á að ef lækka eigi vaxtamun við út­lönd þurfi að færa vexti niður á svipað stig og í viðskipta­lönd­um. Hliðaráhrif­in yrðu veru­leg hækk­un á inn­lend­um eigna­mörkuðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK