Toppnum í hagsveiflunni náð

Útlit er fyrir að toppnum á hagsveiflunni sé náð að …
Útlit er fyrir að toppnum á hagsveiflunni sé náð að sögn Greiningardeildar Arion. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka tel­ur að Íslend­ing­ar séu stadd­ir á hápunkti hagsveifl­unn­ar og að leiðin liggi niður á við. Þrátt fyr­ir að hag­vöxt­ur telj­ist áfram góður mun draga úr á næstu árum og verður um­hverfið lík­ara því sem er í ná­granna­ríkj­um. 

Á síðasta ári mæld­ist 7,2% hag­vöxt­ur á Íslandi og í nýrri hagspá Grein­ing­ar­deild­ar Ari­on er gert ráð fyr­ir 5,9% vexti á þessu ári. Þá er talið að vöxt­ur­inn temprist enn frek­ar þegar á líður og verður hann 3% árið 2018 sam­kvæmt spánni.

Erna Björg Sverr­is­dótt­ir í Grein­ing­ar­deild Ari­on kynnti hagspána og sagði hún út­lit fyr­ir að toppn­um hafi verið náð í fyrra. Erna benti á að krón­an hefði styrkst veru­lega á síðasta ári og tel­ur grein­ing­ar­deild­in for­send­ur fyr­ir frek­ari geng­is­styrk­ingu á þessu ári, mögu­lega um 4-5% frá nú­ver­andi gengi. Hins veg­ar muni hægja á styrk­ing­unni á næsta ári og draga síðan úr.

Svig­rúm til að auka einka­neyslu

Þá er spáð meiri einka­neyslu­vexti í ár en var í fyrra. Á síðasta ári óx kaup­mátt­ur meira en einka­neysla og hef­ur þjóðhags­leg­ur sparnaður rokið upp. Þetta er nokkuð sér­stök þróun á Íslandi en er þó svipuð því sem verið hef­ur á öðrum Norður­lönd­um. Heim­il­in hafa því svig­rúm til að auka einka­neyslu að sögn grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar með því að ganga á sparnað eða auka skuld­setn­ingu. Erna sagði grein­ing­ar­deild­ina þó ekki treysta sér í að svara hvort heim­il­in muni í raun gera það; Það sé spurn­ing fyr­ir sál­fræðinga frem­ur en hag­fræðinga.

Þá er gert ráð fyr­ir að at­vinnu­leysi haldi áfram að minnka og er því ekki út­lit fyr­ir að losna muni um spenn­una á vinnu­markaði í bráð.

Auk­inn hvati fyr­ir ný­fjár­fest­ing­ar

Grein­ing­ar­deild­in ger­ir ráð fyr­ir um 19% vexti fjár­fest­ing­ar í ár og spil­ar at­vinnu­vega­fjár­fest­ing þar stórt hlut­verk sök­um mik­illa fjár­fest­inga í stóriðju, raf­orku­fram­leiðslu, skip­um og flug­vél­um. Einnig er gert ráð fyr­ir kröft­ug­um vexti íbúðafjár­fest­ing­ar. Árstakt­ur­inn í hækk­un á hús­næðis­verði er kom­inn upp í 18% og eyk­ur það hvat­ann fyr­ir ný­fjár­fest­ingu að sögn Grein­ing­ar­deild­ar Ari­on. Erna benti á að auk þess hefði skap­ast þrýst­ing­ur í sam­fé­lag­inu um að flýta fram­boðsaukn­ingu á ný­bygg­ing­um og auka við fram­boðið. 

Verðbólga hef­ur hald­ist und­ir mark­miði í þrjú ár. Gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst, inn­lend­ar vör­ur hafa lækkað í verði og hef­ur það vegið á móti inn­lend­um verðbólguþrýst­ingi. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka ger­ir ráð fyr­ir að verðbólg­an muni stíga árið 2018 og verða þá rétt um mark­mið Seðlabanka Íslands. Þá er gert ráð fyr­ir að verðbólg­an auk­ist frek­ar árið 2019 og verði þá í kring­um 4%. Erna benti á að verðbólga í helstu viðskipta­lönd­um muni hækka og að krón­an myndi lík­lega ekki styrkj­ast mikið á næsta ári. Inn­flutt­ar vör­ur gætu því hækkað í verði. Þrátt fyr­ir vax­andi verðbólgu ger­ir Grein­ing­ar­deild­in ráð fyr­ir vaxta­lækk­un á þessu ári.

Frá morgunfundi Arion banka.
Frá morg­un­fundi Ari­on banka. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK