Finnur: „Ég á ekki þetta félag“

Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri.
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Ég á ekki þetta félag, hef aldrei átt, og enginn sem mér tengist.“ Þetta segir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri.

Þannig svarar hann ummælum Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann lét falla í færslu á Facebook snemma í morgun.

Vísaði Vilhjálmur til fréttar Ríkisútvarpsins, þar sem sagði að afar takmarkaðar upplýsingar væru til um félagið Dekhill Advisors, sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni.

Hver á afmæli 8. ágúst?

„Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru fjórir milljarðar króna að núvirði. Nafn félagsins fannst í gegnum símagreiðslu en einu upplýsingarnar um það eru skráning um stofnsetningu á Bresku-Jómfrúareyjum 25. júlí 2005 með númerinu 668854,“ hafði hann eftir frétt ríkismiðilsins, áður en hann spurði svo:

„Hvaða kynþokkafulli maður á afmæli 8. ágúst og er fæddur 1954?“

Margir voru fljótir að geta í eyðurnar, líklega með hjálp Þjóðskrár, þar sem í ljós kom að Finnur fæddist þennan dag.

Vefmiðillinn Vísir hefur síðan fjallað um færslu Vilhjálms og segir meðal annars í umfjöllun miðilsins, að Vilhjálmur hafi áður haft á réttu að standa „varðandi það hvernig kaupin gerast að tjaldabaki,“ eins og segir í fréttinni.

Í samtali við mbl.is hafnar Finnur þessum ásökunum og segist hafa sent Vísi skýra orðsendingu þess efnis. Aðspurður segist hann þó ekki vilja tjá sig neitt frekar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka